miðvikudagur, september 24, 2003
|
Skrifa ummæli
Svar við Ánna: Ég las þessa grein og hann er nú ekki mikið að tala um þetta atvik sem gerðist í leiknum, en talar réttilega um að Ruud sé ekki alltaf góði kallinn. Það er líklegast alveg rétt, hann er ekkert betri en margir í boltanum.
Hinsvegar gerði Ánni lítið úr látalátum Arsenill manna eftir leikinn, og talaði eins og United hefðu verið vondu kallarnir, og ég held að það séu flestir sammála um að það hafi verið öfugt. Ruud braut á Vieira og gult spjald var alveg við hæfi þar, alls ekki rautt. Það sem Vieira gerði á síðan að vera beint rautt, samkvæmt knattspyrnudómurum, en hann fékk gult. Mér fannst Ruud ekki gera neitt annað en að bakka frá þegar Vieira gerði sig líklegan til að sparka í hann og varð undrandi. Arsenill menn sýndu síðan mjög, mjög leiðinlega framkomu þegar þeir nánast réðust á Ruud strax eftir vítaspyrnuna og eftir leikinn. Ótrúlegt að hann hafi haldist rólegur í þessum látum.

En bottom line: Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan :)
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar