þriðjudagur, febrúar 22, 2005
|
Skrifa ummæli
Skautar og tónleikar
Fór á föstudagskvöldið á skauta með Bjórvinafélaginu. Á eftir var farið að borða á Kaffisetrinu, sem er alveg ágætis staður. Ódýr matur, en mjög góður. Á matseðlinum voru tælenskir réttir ásamt nokkrum hefðbundnum íslenskum réttum. Eftir matinn var farið á Nasa, en þar voru tónleikar í gangi á vegum vetrarhátíðar í Reykjavík. Þegar við komum var Súkkat að spila, en svo tók við hljómsveitin DCS, en það er Bresk hljómsveit, en allari hljómsveitarmeðlimir eru af indvereskum ættum og spiluðu þeir einskonar Indverskt rokk (eða eitthvað svoleiðis). Þetta voru alveg frábærir tónleikar og allt öðruvísi en maður er vanur að hlusta á.
Þetta var semsagt alveg ágætis kvöld og setti ég inn nokkrar myndir frá kvöldinu á smugmugið mitt
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar