Emir 
Ekki ónýtt að þessi frábæri leikstjóri leikstýri mynd um besta knattspyrnumann allra tíma. Úr mbl:Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur beðið hinn lofsamaða balkanska leikstjóra Emir Kusturica um að búa til heimildarmynd um litríkt líf sitt.    "Þetta er mynd sem þarf mjög flókna hugmyndavinnu á bakvið, hugmyndin er að varpa ljósi á sífellda ósk Maradona að ná samhljómi innan fjölskyldu sinnar," sagði Kustorica við dagblaðið Vecernje Novosti.    "Ætlun mín er að finna og endurskapa á næstu fimm mánuðum raunverulegan persónuleika Maradona," bætti Kursturica við.    Kusturica hefur unnið tvo gullpálma í Cannes kvikmyndahátíðinni fyrir Underground árið 1995 og When Father was away on Buisness árið 1985. Hann er fæddur í Bosníu. Síðasta mynd hans í fullri lengd var Life is a Miracle sem var tekin í Serbíu í fyrra.    Upptökur á heimildarmyndinni um Maradona munu hefjast 18. mars næstkomandi og fara fram á Ítalíu, Kúbu, Ítalíu og Spáni. 
	 |