Rúm
Við Sonja skruppum í hádeginu og keyptum okkur nýtt rúm í Betra Bak og kostaði það ásamt öllum aukahlutum 195þ krónur. Þetta eru tvær 90x200 cm Tempur heilsudýnur með grindum undir, pívum, yfirdýnu, tveimur umgöngum af lökum og einum þunnum heilsukodda.
Núna verðum við Hjölli að redda flutningi á gamla rúminu mínu heim til hans ... kannski getum við samið við bílinn sem kemur með rúmið heim til okkar seinnipartinn að skjótast með það til Hjöllans.
|