mánudagur, febrúar 07, 2005
|
Skrifa ummæli
Helgin
Smávægileg tækniviðbót var gerð um helgina, en þá fékk ég mér breiðbandið og áskrift fyrir tæpar 2600 kr. Það var að sjálfsögðu nýtt um daginn og fylgdist ég með 3 leikjum í einu í ensku. Um kvöldið var farið á Hamborgarabúlluna, eins og Jói er búinn að greina frá í máli og myndum. Svo var bara horft meira á sjónvarpið, enda er nú í fyrsta skipti sem ég get svissað á milli svona margra stöðva og það með fjarstýringu (en ég hafði aldrei átt nothæfa sjónvarpsfjarstýringu fyrr en ég keypti mér sjónvarpið um daginn).

Á sunnudeginum fór ég út að leita mér að myndefni fyrir keppni vikunar á DPChallenge. Viðfangsefnið var bleikur og átti ég í frekar miklum erfiðleikum að taka góða mynd af einhverju bleiku. Sjálfur á ég bara ekkert sem er bleikt, svo ég fór á stúfana að leita að bleikum hlutum.
Ég keyrði fyrst til Hafnarfjarðar, en sá ekkert bleikt þar, svo ég fór því næst í Smáralindina og sá þar fyrst búð sem heitir hreinlega Pink og var öll í bleiku, en mér fannst það bara ekki vera gott myndefni, en smellti þó af nokkrum þar. Svo voru hangandi risastór auglýsingaskillti niður úr loftinu sem voru bleik og tók ég mynd af þeim (sem ég sendi svo í keppnina, en var nú samt ekkert mjög ánægður með þá mynd). Ég gekk svo áfram og hjá Debenhams sá ég allt í bleiku inn í búðinni svo ég stóð þar fyrir utan og tók nokkrar myndir þar. Þegar ég var að því, þá kom þar að mér starfmaður Debenhams og spurði mig hvort ég væri að taka mynd af öryggishliðunum. Ég sagði svo ekki vera, ég hefði einfaldlega séð mikið af bleiku þarna inni og væri að taka mynd sem passaði fyrir ákveðna ljósmyndakeppni þar sem umfjöllunarefnið væri bleikur. Ég held að hún hafi ekkert skilið hvað ég var að segja, því hún sagði mér að það væri alveg bannað að taka myndir í búðinni, því Debenhams er með einkarétt á þessum uppstyllingum og alveg bannað að taka myndir af þeim. Ég sagði bara ok, ég vissi það ekki og ítrekað þetta með keppnina. Þá virtist hún átta sig á því að ég var greinilega bara einhver lúði út í bæ að taka bjánalegar myndir, en benti mér á að spyrja þær í Expo (eða eitthvað svoleiðis, en það er einhver lítil fatabúð þarna rétt hjá). Ég sagði bara að þetta skipti engu máli og hún kvaddi mig með bros á vör og afsakaði sig meiraðsegja svo það voru allir sáttir í lokin.
Ég keyrði svo eiithvað smávegis um í viðbót og tók mynd af bensínstöð (sem var bleik) en annars var þetta bara ekkert að virka.
Ég fékk reyndar ágætis hugmynd sem ég gat bara ekki framkvæmt þrátt fyrir nokkrar tilraunir, en það var að taka mynd af kisunni minni því hún er bleik á þófunum, svo ætlaði ég að kalla myndina "pink as a ... cat". Sú myndi hefði ábyggilega ekki skorað hátt, en samt sniðugt. Það var bara þannig að þegar ég var að reyna að taka þessa mynd þá var kötturinn bara alltaf á svo mikilli hreyfingu að þetta gekk bara ekki upp.

Í gærkvöldi styllti ég á Animal Planet og var verið að sýna þátt um ketti í afríku, allt tekið að næturlagi þegar þeir voru að veiða. Þetta vakti mikinn áhuga hjá sömu dýrategund á heimilinu og horfði hún alveg stjörf á þá hluta þáttarins þegar kettirnir voru á skjánum, en var svo alveg sama um bambana og hérana. Greinilegt að hún er ekki alveg að fatta hvernig sjónvarpið virkar, því þegar kettirnir hlupu út af skjánum þá kíkti hún stundum fyrir hornið til að athuga hvort þeir kæmu ekki út úr kassanum. Já kisur eru skemmtileg dýr, svo eru þær líka svo vitlausar, en það er bara betra.
    
HJÖRLEIFUR!!! Hvernig dettur þér í hug að segja að kettir séu vitlausir! Ég á bara ekki orð, það mætti halda að þú ættir ekki kött. Fussum svei, segi ég!!!
14:21   Blogger Sonja 

jú, þær eru víst vilausar. Ég er t.d. búinn að reyna að kenna minni að tala nokkur einföld orð, t.d. opnaðu gluggann, en hún segir alltaf ofnaðu uggann. Ég er viss um að páfagaukur gæti alveg lært þetta.
15:57   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar