sunnudagur, febrúar 27, 2005
|
Skrifa ummæli
Köfun
Kafaði í gjánni Silfru í Þingvallavatni í dag. Við vorum 6 saman og gekk allt eins og í sögu. Frábær köfun (held að annað sé ekki hægt á þessum stað) í ísköldu vatni, en þurrbúiningurinn bjargar þessu alveg og eini kuldinn var bara aðeins á puttunum, en annars er manni bara mjög hlýtt. Köfunin tók um 40 mínútur, en um helmingur hennar var bara rétt undir yfirborði (ca 2 metrum) þar sem að það var einfaldlega ekki hægt að fara mikið dýpra.

Þetta er því búinn að vera fínn dagur. Nú er ég að bíða eftir að pizzan verði tilbúin og svo ætla ég að reynda að snara einhverjum myndum fyrir DPChallenge og ljosmyndakeppni.is, en er nú ekkert vongóður um að það takist að taka í báðar keppnirnar.

Í gær var ég svo heppinn að finna 3 bjóra sem ég hafði bruggað fyrir ca 2 árum síðan. Þeir stóðu þarna upp í hillu hjá öllum tómu fjöskunum. Ég skellti þeim bara í ísskápinn og nú er ég að drekka þann fyrsta af þeim og verð ég bara að segja að hann er ekki sem verstur, reyndar er hann bara alveg ágætur.

Nú er ég að ná í pizzuna

Vegna netvandamáls þá náði ég ekki að senda þetta blögg út á réttum tíma og því kláraðist bara pizzan í millitíðinni og nú er ég að drekka bjór númer 2 og er hann líka bara alveg ágætur. Í sjónvarpinu er þátturinn Örnininn og er hann líka ágætur.

Ekkert smá ágætur dagur dagurinn í dag.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar