miðvikudagur, febrúar 23, 2005
|
Skrifa ummæli
Leica
Það lítur út fyrir að hinn gamalgróni og virti myndavélaframleiðandi Leica sé að fara á hausinn og verður ákveðið um örlög fyrirtækisins á hluthafafundi í vor. Leica er goðsögn í myndavélaheiminum og framleiddi fyrstu 35mm myndavélina árið 1924 og hafa vélar þeirra verið vinsælar hjá áhugamönnum og pjúristum. Fyrirtækið Hasselblad sem er svipuð goðsögn lenti í svipuðum vandræðum en Fuji keypti þá og er Hasselblad víst bara deild innan Fuji í dag. Stafræna byltingin í þessum geira hefur farið illa með þessi rótgrónu fyrirtæki því fólk er ekki tilbúið að borga $3000 fyrir góða filmuvél því það veit að þessi tækni er að syngja sitt síðasta. Leica hefur verið að gera stafrænar vélar síðustu ár en þær hafa verið of dýrar og eru ekkert betri en meðal vélar frá öðrum fyrirtækjum. Ætli þetta styðji ekki kenningu mína að eftir 100 ár verði bara til 4 fyrirtæki, þ.e. Microsoft, Sony, Coca Cola og BYKO.
    
Ja, gæti líka verið Canon.
13:47   Blogger Joi 

BYKO á eftir að kaupa Canon eftir um 90 ár
14:23   Blogger Hjörleifur 

Ætli eitthvað stórfyrirtæki kaupi ekki framleiðsluna og haldi Leica merkinu á vörunum eins og oft gerist, þ.e. ef þeir fara í raun á hausinn.
15:02   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar