miðvikudagur, febrúar 23, 2005
|
Skrifa ummæli
Utanlandsferð Slembara
Já menn héldu kannski að utanlandsnefndin væri dauð en það er nú langtí frá, við erum búnir að vinna hörðum höndum að þessu máli og ætla ég að leggja fram nokkrar hugmyndir hér sem ég hef verið að vinna í og væri gott að fá ykkar hugmyndir inn.

1. Úrslitaleikur Champ league - þetta er einn möguleiki sem hægt væri að kanna, hef ekki skoðað hann nánar en vildi skella þessu amk fram
2. Úrslitaleikur FA CUP - ég þekki einn sem fór fyrir nokkrum árum og var þetta upplifun, þetta er reyndar í Cardiff, en það gæti nú bara bætt stemninguna.
3. Leikur Chelsea og Arsenal 20 apríl, vor í lofti, London baby osfrv. 20 apríl er miðvikudagur en sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi og því hægt að lengja jafnvel ferðina eitthvað og jafnvel ná laugardagsleik.
Verð (án flugs) frá Frá 44.500.-kr.
Tvær gistinætur á 4ra stjörnu hóteli ásamt miða á stórleik ársins 2005 sem getur ráðið úrslitum um það hver hampar Englandsmeistaratitlinum 2004-2005.
VIP pakkar í boði.
Flug frá kr. 27.500 með sköttum

4. Tveir leikir í norðri í mars:
Man. Utd. - Fulham 19. mars
Liverpool - Everton 20. mars
Ferð 18.-21. mars; morgunflug til London föstudag, gisting á Novotel í Manchester, þrjár nætur, einn eða tveir leikir, kvöldflug heim mánudag.

Verð: Báðir leikir kr. 73.900 á mann miðað við gistingu í 2ja manna herb; flug, gisting með morgunmat, miðar á báða leikina og flugv.skattar.


Mér finnst reyndar mjög spennandi option í apríl og jafnvel að lengja ferðina í laugardagsleik (Arsenal-Tottenham er t.d. að spila).

Hvað segja menn, er ekki kominn tími á að taka ákvarðanir og kýla á þetta.
    
Það væri gaman að kíkja á United-Fulham og Liverfools-Everton en Champs League kæmi vel til greina ... opinn fyrir öllu!
13:10   Blogger Joi 

Hvað segir rest - PP og Hjölli, já svo var Sigurður að skoða það hvort hann kæmist.
13:14   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar