Mannlíf
Hvernig er fólk að fíla þessa mynd sem ég tók á tippfundi í Hafnarfirði síðasta laugardag af mannlífinu á Skútunni (hét staðurinn það ekki?)? Ég er ekkert sérstaklega ánægður með hana, finnst t.d. glugginn vinstra megin trufla hvernig hann kemur niður en það er eitthvað við þessa mynd samt finnst mér. Við fórum í afmæli til Gubba litla í kvöld með myndavélatöskuna með öllum linsum, flössum og aukabúnaði sem maður getur hugsanlega notað en þegar ég ætlaði að fara að taka fyrstu myndina kom gamalkunnur texti á skjáinn á myndavélinni: "No CF card", þá hafði ég gleymt kortinu í tölvunni heima og enginn mynd var því tekin í kvöld :( Áfram FH!!!
|
Staðurinn heitir Kænan
23:47 Hjörleifur
Mér finnst myndin alveg mega við því að þú croppir meira vinstra megin sérstaklega ef glugginn er að trufla þig. Annars bara nokkuð góð mynd. Spurning hvort glugginn hefði ekki verið minna áberandi ef þú hefðir haldið í litinn en jú FH er svarthvítt ;)
kv Cartier-Bresson
00:13
Já ég er alveg sammála Cartier-Bresson
kv. Jass gaurinn sem var í viðtalinu í LL
00:21
Er þetta ekki hin frægi Hafnfirðingur Viddi
01:28
|
|