mánudagur, febrúar 21, 2005
|
Skrifa ummæli
Áfram Hjól
Það styttist óðum í að ég get farið að nota hjólið, í dag náði ég að skipta um olíu á hjólinu, einnig taka út olíusíu og hreinsa hana og setja nýja síu í. Langt síðan ég hef gert eitthvað í líkingu við þetta, sennilega síðan ég var 16 ára. Nú þarf ég bara að tappa af bensíninu og setja nýtt á hjólið og þá er hjólið good to go.
Á föstudag er áætlað að fara að kaupa búninginn og því gæti ég jafnvel ef vel viðrar farið um næstu helgi á hjólið, amk ætti ég að geta farið í næstu viku ef veður leyfir.
Tek fram að ég fékk góða hjálp frá félaga mínum þegar ég var að þessu, annars hefði ég nú sennilega ekki getað gert þetta.
Náði að koma því í gang og gekk það mjög vel, enda lét ég skoða það í síðustu viku og var það í fínu lagi.
Já eitt í viðbót, ég tryggði hjólið í dag og náði í númer á það.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar