föstudagur, febrúar 18, 2005
|
Skrifa ummæli
Bækur
Álpaðist inn í bókabúð í gærkvöldi og lenti þar á útsölu og lenti í því að kaupa nokkrar bækur:

Það voru 3 veglegar bækur á 99 krónur (hardcover m.a.s.) þannig að ég keypti þær þó ég hafi ekki haft mikinn áhuga á þeim:

Karlmannahandbókin - Kostaði 99 krónur og er nokkuð vegleg bók.
Tantra fyrir elskendur - Til að skoða myndirnar ;-) (kostaði líka bara 99 kr. og er nokkuð vegleg bók en annars keypti ég hana bara útaf verðinu).
350 stofublóm - Kostaði 99 krónur og er nokkuð flott en ég hef ENGAN áhuga á blómum þannig að ég veit ekki alveg hvað ég geri við þessa bók.
Undarleg hegðun hunds um nótt - Skáldsaga sem mig langar að lesa en kostaði samt um 2000 krónur (50% afsláttur).

Enskar bækur:
Circles - Pælingar um vísindi, uppáhalds höfundur Bill Gates stendur aftaná bókinni.
War Stories - Flott mynd um stríðsfrétamenn og ljósmyndara (kostaði 1000 kr.).

Nú verð ég að vera duglegur að lesa en ég er núna að lesa bókina Píslarvottar Nútímans sem er mjög fróðleg og ættli ég lesi ekki hundabókina næst.
    
Risinn er vaknaður og skríður út úr helli sínum með snilldar gagnrýni og ætlar greinilega að fara að taka sig á því blöggið er eins og stjórnlaus skúta þegar hann er ekki að hamast við að sökkva henni.
Soldið rætið samt en maður fyrirgefur það nú og ég vill benda á að ég er búinn að lesa allar Ævintýrabækurnar oftar en einu sinni og veit ekki hvort ég hafi áhuga á að lesa Bond.
20:58   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar