mánudagur, febrúar 21, 2005
|
Skrifa ummæli
Tæknibyltingar gerast enn
Nú er ég nettengdur heima og er þetta mitt fyrsta heimablögg.
Það er smá saga á bak við þessa tengingu og ætla ég að rekja hana hér í stuttu máli.

Ég var um daginn með fartölvu hér heima hjá mér sem var líka svona splunku ný og með þráðlausu netkorti, enda gert ráð fyrir að hún væri notuð í framhaldsskóla, en það er eins og allir vita algert skilyrði nú orðið að allir nemendur gangi um með skóladót upp á annað hundrað þúsund (og manni fannst það mikið þegar maður var að kaupa skólabækur í flensborg fyrir 10 þús kall). En þegar ég kveikti á tölvunni hér heima hjá mér þá fann hún strax eitthvert net hér í loftinu. Mér datt strax í hug að fólkið á efri hæðinni væri með þráðlaust net, en svo kom í ljós að módemið var 2 hæðum fyrir ofan mína íbúð.
Eftir húsfund í dag þá komst ég að því hvar módemið var og spurði þau hvort það væri ekki sniðugt að samnýta netið og ég borgaði bara helminginn af verðinu og þeim leist ljómandi vel á það.

Ég fór því í dag og keypti mér þráðlaust netkort og skellti því í tölvuna. Eftir þvílík vandræði, sem ég rek nú til PCI raufar á móðurborði og 7 eða 8 klukkutímum síðar við að reyna að fá netkortið til að virka var ég loksins orðinn nettengdur og skrifa nú mitt fyrsta blögg heiman frá mér.

PS. Í gærmorgunn talaði ég við einn af aðalrónunum (gamla kallinn) úr myndinni Hlemmur, en hann gaf sig á tal við mig þar sem að ég stóð fyrir utan húsið mitt og gluggaði í Fréttablaðið á meðan ég beið eftir að Jói kæmi askvíðandi á tryllitækinu sínu og pikkaði mig upp á THS fund sem haldinn var á hinum rómaða stað: Kænunni.
    
Til hamingju ... nú eru komnar upp aðstæður til að fara að spila Ages of Empires V á netinu og berjast við Pálma eins og í gamla daga.
12:18   Blogger Joi 

Bíðum spennt eptir skautamyndum...
14:21   Anonymous Nafnlaus 

Já kominn tími til þótt fyrr hefði verið, enda verður enginn óbarinn byssumaður
14:55   Blogger Hjörleifur 

Skautamyndirnar koma vonandi á netið í kvöld ásamt nokkrum tónleikamyndum
14:56   Blogger Hjörleifur 

Sælir drengir og til hamingju Hjölli með netið! Þorði ekki öðru en kommenta hérna á audiocrobbler bloggið hérna fyrir neðan en ég bjó til grúppu sem þið getið joinað ef þið viljið, væri gaman að sjá hvað þið eruð að hlusta á þarna á klakanum. Grúppan heitir bad taste group en ef þið finnið það ekki þá er ég 4eyes og þið finnið þetta þá í gegnum þann user. Live frá Kolding. Hreiðar kveður að sinni.
22:56   Anonymous Nafnlaus 

nú er ég líka kominn inn, skráður sem Hjolli.
01:30   Blogger Hjörleifur 

Búinn að bæta mér við þessa grúppu og skora á aðra að gera hið sama.
09:38   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar