sunnudagur, febrúar 13, 2005
|
Skrifa ummæli
Vikan sem leið
Þetta er nú búinn að vera meiri vikan, rosalega mikil vinna, vann alltaf frá 8.30 til amk 18.00 svo á hverju kvöldi ca 2 tíma. Tek nú fram að þetta var samt mjög fín vika, bara mikið að gera, næsta vika verður mun rólegri og verður hún notuð í að vinna í nýju framleiðslustýringarkerfi sem við ætlum að setja á koppinn.
Fór svo á föstadag á vinnufund þar sem framtíðarstefna fyrirtækisins var rædd ofl, eftir það var farið á La Primavera og borðað og drukkið smá bjór fram eftir kvöldi. Ég var svo kominn heim um miðnætti saddur og sáttur.
Ætlaði svo að ná í hjólið á laugardeginum eða sunnudeginum og kom þá í ljós að Sparisjóður Hafnarfjarðar á Strandgötunni sveik mig, greinilegt að maður á aldrei að treysta þessum blessuðum bönkum. Vegna þessa get ég ekki gengið frá hjólakaupum fyrr en á mánudag, en þá verður náð í hjólið og það greitt.
Annars fór laugardagurinn í það að slappa af, ég horfði á smá bolta, aðallega Tottenham leikinn en hann unnu þeir. Ég náði ekki að fara á tippfund vegna bílsleysis þar sem EE var í vinnunni. Um kvöldið horfði á The Village eftir M. Night shamalamlamalmlann, sú mynd var mjög fín og góð skemmtun.
Í dag vaknaði ég svo snemma, keyrði EE í vinnuna, fór í sund þar sem ég synti 0 metra, ef þessi eini meter sem ég þurfti að svamla í pottinum telst ekki með. Var aðallega í potti og gufu. Mætti svo í vinnuna í 2 klst, dundaði mér þar við að undirbúa mánudaginn og klára upp föstudagshalann sem hafði myndast.

Annars er lítið að gerast þessa dagana hjá mér, bíð spenntur eftir árshátíð tippfundarins, en þar reikna ég með að sjá hversu vel við höfum staðið okkur undanfarið ásamt stórskemmtilegri dagskrá
    
Þar sem mér hefur nú ekki verið spáð háum aldri þá held ég að ég sé akkúrat á miðjum aldri núna...
15:45   Blogger Árni Hr. 

Spurning hversu mikið ég get drukkið á árshátíðinni því ég fer í útskrift Sonu daginn eftir og síðan í afmæli á Blönduósi ... þetta hlýtur samt að reddast.
18:28   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar