fimmtudagur, febrúar 24, 2005
|
Skrifa ummæli
Danir og blóð
Nú er ég búinn að laga hjá mér xmms, en það er spilarinn minn hér í vinnunni. Vegna einhverja höfundarréttarmála í USA þá hefur mp3 styllingin verið tekin út úr Fedora Core 3 (sem er nýjasta linux kerfið frá Red Hat) svo maður verður að laga það bara sjálfur, en þetta eru bara plugin sem maður bætir við og þá virkar allt eins og það á að virka. Doldið skrítið mál, en hvað um það nú er allt að virka bæði hér í vinnunni og heima hvað varðar audioscrobblerinn.

Tók á moti nokkrum dönskum kennaranemum í dag og fræddi þá í ca hálftima um jarðskjálfta, eldgos og skjálftakerfið okkar og voru þeir hinir áhugasömustu og bara gman af því. Strax á eftir brunaði ég niður í Þjónustumiðstöð rannsókna, þar sem að tekið var úr mér fullt af blóði til að gefa Kára, en hann var víst orðinn ansi þyrstur og með þessu hef ég örugglega afstýrt einhverju hræðilegu.

Í frahaldi af þessari blóðtöku þá býðst mér að fara í beinþynningarrannsókn mér að kostnaðarlausu og ætla ég bara að skella mér í þetta, enda hafa beinin í mér verið frekar brotagjörn á lífsleiðinni og spurning um að fá einhver svör, já ég heimta bara svör.
    
lEIÐRÉTTING: hér fyrir ofan hefur misfarist orðið framhaldi, en það var ritað frahaldi. Er þessari leiðréttingu hér með komið á frafræri.
20:50   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar