sunnudagur, febrúar 06, 2005
|
Skrifa ummæli
DPChallenge
Tók í gær mynd fyrir "Pink" keppnina á DPCHallenge og hérna er afraksturinn:


Standing Duck

Við Hjölli og Pálmi ætlum allir að taka þátt í keppninni og Pálmi er búinn að senda inn og Hjölli er að pæla í þessu ennþá. Skemmtilegt með keppni eins og þessa að maður fer að pæla á mismunandi hátt í umhverfi sínu og vorum við Hjölli sammála um það að við erum búnir að pæla í bleikum litum í okkar nánasta umhverfi síðustu vikuna með það að leiðarljósi að finna myndefni. Við komumst að því að bleikur litur er bara mjög sjaldgæfur en ég held að það sé þroskandi að pæla svona öðruvísi í hlutunum en maður er vanur (er ég farinn að tala út um rassgatið á mér?).
    
Ég heyrði í Hjölla rétt áðan og hann er að keyra út um allan bæ að leita að ljósmyndaefni í keppnina. Hann var staddur í Smáralind þar sem hann lenti í útistöðum við starfsmenn Debenhams en þeir héldu að hann væri að stunda iðnaðarnjósnir með því að vera að taka myndir af uppstillingum þeirra. Gaman verður að sjá útspil Hjölla í keppninni.
15:08   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar