laugardagur, febrúar 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Myndakeppnir
Tók smá egó myndasessíon áðan af sjálfum mér því keppni þessarar viku á DPChallange er sjálfsmynd. Á ljósmyndakeppni.is er keppni þessarar viku Neikvætt rými (þegar stór hluti myndar er ekki með neitt áhugavert, og kannski er bara öll mín mynd þannig) og ákvað ég að nota aðra sjálfsmynd af mér í þá keppni, hérna eru myndirnar:

Keppnin Sjálfsmynd: Glassman


Keppnin Neikvætt rými: Sjálfsmynd

Lítið að frétta af mér, fékk smá hita seinnipartinn á fimmtudaginn og var með hita allt kvöldið. Á föstudaginn var ég smá slappur ennþá og var bara heima að gera ekki neitt nema leika mér í tölvunni og lesa smá. Í dag hef ég haldið mig að mestu innandyra en mætti samt á tippfund þar sem Árni og Siggi voru fjarverandi (Siggi var að kenna og því skrítið að hann bað ekki um að við myndum hafa annan tíma á þessum fundi), og síðan var mamma og tvær frænkur Sonju í heimsókn hérna í dag. Núna er ég bara að sötra bjór og myndanördast og Sonja er að skrifa ritgerðina.
    
Mér finnst þessar myndir góðar.
14:38   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar