mánudagur, janúar 09, 2006
|
Skrifa ummæli
Forrit
Ég er kominn heim eftir jarðaför frænda míns á vestfjörðum og mun ég gera þeirri ferð betri skil síðar í máli og myndum.

Það er allt að gerast í myndvinnslu- og utanumhöldshugbúnaðarmjöglangtorðpökkum* þessa dagana. Apple kom með á markaðinn Aperture fyrir um mánuði síðan sem lofaði ansi góðu en hefur kannski ekki alveg staðist væntingar en þeir eru á réttri leið og þetta verður magnaður hugbúnaður í framtíðinni því þeir eru það sterkir (sbr. FinalCut Pro).
Núna er risinn Adobe að vakna af blundi og voru að kynna nýjan hugbúnað sem heitir Adobe Lightroom sem virðist vera svipaður og Aperture en þetta er beta útgáfa sem Mac notendur geta sótt sér að kostnaðarlausu en loka útgáfan kemur út í vor og mun þá kosta eitthvað. Adobe er greinilega að koma svona snemma með þetta út (og það ókeypis) til að Aperture nái ekki jafn mikilli fótfestu og verður þetta því spennandi ár fyrir svona hugbúnað myndi ég halda.
Ég fékk um daginn tölvupóst frá ACDSee en þeir eru að fara að setja á markað Pro útgáfu af hugbúnaði sínum sem er alveg nýr hugbúnaður og kemur á markað í lok vikunnar. Þeir báðu mig að skoða forritið (ég fæ semsagt ókeypis útgáfu) og koma með athugasemdir hvernig mér finnst það og það lofar svona ágætu en ég er ekki viss um að þetta forrit hafi eitthvað í hin tvö að gera. Ýmislegt ágætt í þessu en margt sem ég myndi vilja sjá öðruvísi - ég ætla að búa til litla skýrslu og senda þeim í vikunni eins og þeir báðu um.
Önnur forrit sem taka kannski ekki allt vinnuflæðið eru líka sterk, IView kom með nýja útgáfu í lok síðasta árs sem er ágæt og IMatch (forritið sem ég hef notað síðasta árið) er að koma með útgáfu á næstu dögum en þeir hafa verið seinir með uppfærslu þó að þetta sé sennilega eitt sterkasta forritið í dag og ég hef verið að gæla við að skipta og fara yfir í IView eða jafnvel ACDSee Pro ef það lofar góðu. Já, spennandi tímar framundan. 8)

* Þessir forritunarpakkar sjá um allt vinnuflæði fyrir myndir, þ.e. flokkun niður í Keywords og hópa, RAW vinnslu, setja á vefinn, afritun o.s.frv.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar