laugardagur, janúar 28, 2006
|
Skrifa ummæli
Bono
Úr vísir:
Bono, söngvari U2, ætlar með hjálp nokkurra fyrirtækja að setja á markað vörur undir heitinu Red.

Eitt prósent ágóðans mun renna til baráttunnar gegn alnæmi, berklum og malaríu í Afríku. Þetta er mjög svalt, sagði Bono. Það er svalt að vilja breyta heiminum.

Á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í verkefninu eru American Express, Converse, Gap og Giorgio Armani.


Eitt prósent finnst manni frekar lítið til að gefa til góðgerðamála. Ég held að með flestar vörur, og þá merkjavörur, þá sé um 20%-50% smurt ofaná og ef 1% fer til góðgerðamála þá stendur ansi stór hluti eftir sem þessi stórfyrirtæki hirða og græða á því að fólk kaupir þessar vörur til að styrkja gott málefni. Ullabjakk segi ég!
Af hverju var t.d. ekki hægt að stofna fyrirtæki sem heitir RED og t.d. gera fatalínur og ALLUR hagnaður rennur til góðgeramála? Ég held að margir myndu vilja vinna hjá slíku fyrirtæki.
    
Já, það hljómar betur.
22:22   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar