mánudagur, janúar 09, 2006
|
Skrifa ummæli
Fótboltaferðin mikla frh
Jæja nú eru allir búnir að ganga frá kaupum á þessari stórferð slembara til Englands þar sem þeir munu leggja England í rúst eins og sönnum íþróttabullum sæmir. Við þurfum að skipta á milli okkar verkefnum svo við getum nýtt tímann sem best - ég ætla að leggja fram smá hugmynd varðandi hvað menn þurfa að gera og svo eru allar athugasemdir mjög velkomnar:

Jóhann - Man UTD barinn fyrir leik og eftir leik ef þeir vinna. Einnig væri gott ef Jóhann væri búinn að skoða næturlíf Manchester líka.
Árni Hr - Tottenham bar fyrir leik, einnig ætlar ÁHH að athuga hvort eitthvað spennandi sé að gerast í tónleikum á föstudagskvöldi í London.
Hjölli - ætlar að kanna næturlíf í London fyrir fimmtudagskvöld og föstudag.
SiggiÓ - ætlar að búa til ítarlega spurningakeppni í fótbolta - stefnt verður að nýta ferð okkar í lestinni í þennan skemmtilega leik. Auk þess ætlar Siggi að vera tilbúinn með ferð á föstudeginum þar sem markverðir staðir (eða barir) verða skoðaðir og hvaða gæðabjór við eigum að smakka osfrv.
Pálmi - skoða fínan restaurant fyrir föstudagskvöldið í London, auk þess að kíkja á lestarferðir á milli london og manchester, hef heyrt að það sé best að fara með business class þar sem þar er frítt að drekka, gott væri að PP myndi aðeins skanna þetta ef mögulegt er.
Oddgeir - Soho

Endilega komið með athugasemdir um þetta - ef þið hafið eitthvað meira spennandi að bjóða þá er það velkomið.
    
Ég vil bæta við þetta að best væri að menn væru komnir með drög af þessu á næsta tippfund.
13:50   Blogger Árni Hr. 

Þá held ég að það borgi sig fyrir okkur að taka Business Class!
13:59   Blogger Joi 

Ef við ætlum að spila okkur stóra og drekka campavín og koníak á leiðinni er þetta fljótt að borga sig! Business Class takk!
14:07   Blogger Joi 

miðað við verðið þá gæti nú verið ódýrara að fljúga (reyndar mjög líklegt). Að vísu bætist þá ofaná leigubílakostnaður og sennilegast er einfaldara að taka bara lestina, jájá gerum það bara og verum á lúðaklassa og tökum bara með okkur nesti ;)
14:39   Blogger Hjörleifur 

Er einhver áhugi á að heimsækja besta jassstað bretlands?
Athugið að það þarf að panta borð fyrir fram.
E.S. staðurinn er í Soho.
http://www.ronniescotts.co.uk/

Oddgeir
17:08   Anonymous Nafnlaus 

Já mér líst vel á þennan djassstað - gæti verið skemmtileg reynsla.
17:19   Blogger Árni Hr. 

Mér líst helvíti vel á þennan djassstað - spurning hvort við sendum ekki pöntun út og bókum borð á föstudeginum - hvað segja menn við því. Það kostar 25 pund inn og svo er það matur og vín, en þetta er skemmtileg stemning örugglega
17:23   Blogger Árni Hr. 

Ja, ég er nú ekkert voðalega hrifinn af jazz og ég er ekki viss um að það verði gott fyrir stemminguna ef við erum búnir að vera að sötra að fara á rólegan jazzstað og hlusta á einhverja gamla konu syngja.
09:26   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar