þriðjudagur, janúar 17, 2006
|
Skrifa ummæli
Fundur á Nings í gær
Dagskráin lítur þá svona út:

Fimmtudagur - ferðalag og frjáls tími. Mæting um 13.00 á völlin, verið er að skoða hvernig við förum uppeftir, en best er að allir komi á sama tíma svo hægt sé að tékka sig inn á sama tíma og sitja saman. PP er að skoða ferðamöguleika. á vellinum verður svo tippað og því þurfa PP og Hjölli að muna að koma með blöð um leikina.
Föstudagur - Tími Sigga verður um daginn, um kvöldið verður svo farið út að borða á fínan stað, helst með sterkan mat svo við getum fengið okkur nokkra öllara með, eftir það er farið á Casino og eytt restinni af ferðapeningnum. Eftir að allur peningur er horfinn þá er haldið á klúbb og eru 2 sem koma til greina, Electric Dreams og Electric Ballroom.
Laugardagur - ÁHH er búinn að finna tottenham pöbb fyrir leik, svo er leikur, svo er ferðalag til Manchester og svo er pub crawl eða pub golf eða almenn drykkja.
Sunnudagur - pöbb, leikur, pöbb og hola Satans þar sem við ætlum að uppgötva nýjar hljómsveitir.
Mánudagur - almenn þynnka og ferðalög.

Þetta er svona í fljótu bragði hver stefnan er, auðvitað getur allt breyst en munkið að vera með snyrtilegan klæðnað fyrir klúbbarölt og Casino osfrv. Bretar eru mjög strangir með dress code.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar