The DAM book
Ég kláraði loksins The DAM Book eftir Peter Krogh um helgina. Þessi bók fer í gegnum það hvernig maður á að skipuleggja myndasafnið sitt og er eftir einn fremsta "fræðimann", ef svo má kalla, um þessi mál í dag. Ég er komin með skýrari mynd af því hvernig á að skipuleggja safnið eftir þennan lestur og hef ég einnig verið í smá tölvupóstsamskiptum við höfundinn í sambandi við ýmis mál og er hann ansi hjálplegur. Nú þarf ég að gjörsamlega umbyllta því hvernig ég hef skipulagt safnið mitt og það er væntanlega nokkra mánaða verk þangað til allt verður komið í gott horf. Ég stefni reyndar að því að lesa hana aftur fljótlega, eða a.m.k. renna yfir aðal kaflana því það er margt sem hefur farið framhjá manni. Ég mæli með þessari bók sem vilja taka þessi mál föstum höndum.
|