föstudagur, janúar 13, 2006
|
Skrifa ummæli
Einn heima og allt

Nú er ég búinn að vera einn heima síðan á Þriðjudaginn, en þá skutlaði ég Matthew út á flugvöll, en hann var að fara í rannsóknarleyfi til Englands næsta hálfa árið.

Og þrátt fyrir að ég sé ekki enn búinn að auglýsa íbúðina mína til leigu, þá hef ég samt fengið 3 fyrirspurnir, en íbúðin leigist með öllu og kisu litlu líka.

Svo á morgunn (sem er reyndar í dag því það er kominn nýr dagur) þá verður haldinn hátíðarfundur MOBS og á Sunnudaginn á að labba á fjall. Gönguferðin er liður í nokkrum göngum sem farnar verða nú í vetur og á að labba á nokkur fjöll og enda svo á hæsta fjalla landsins, en það mun samkvæmt nýjustu mælingum vera Ásfjall og samkvæmt nýjustu mælingum þá er það líka fallegasta fjall á landinu, en fallegasta tjörn landsins er við rætur fjallsins en hún heitir Ástjörn og hef ég m.a. synt í þeirri tjörn og veitt fjöldann allan af hornsýlum.

Hér átti að vera mynd af Ásfjalli og Ástjörn, en ég átti bara enga, svo ég set því mynd af Sigga að spila tennis í staðin.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar