Georgie Boy
Blessed: The Autobiography: Ég keypti þessa bók í Manchester í ferðinni okkar síðustu helgi og var að klára hana um helgina. Hún heitir Blessed og er skrifuð af Best og einhverjum félaga hans (sem er blaðamaður) fyrir um 3 árum síðan þegar hann var að bíða eftir nýrri lifur sem síðan dró hann til dauða. Þetta er skemmtileg bók og maður fær aðeins meiri innsýn í það hversu erfitt líf þessi snillingur átti og hversu langt leiddur hann var af drykkju. Dæmi um það er t.d. þegar hann gekk frá heimili sínu í USA peningalaus (því konan hafði falið peningana) um 10km leið til að fara á bar og sat þar og vonaði að einhver myndi splæsa drykk á hann. Kona á næsta borði fer á klósettið og hann stelur úr veskinu hennar 10 dollurum og fer á næsta bar og eyðir peningnum. Eins er magnað að bróðir hans (sem er um 15 árum yngri en Georgie Boy) var ansi efnilegur knattspyrnumaður og það mikið efni að hann var talinn vera með svipaða hæfilega og George. Hann spilaði sinn fyrsta leik 15 ára og eftir leikinn ákvað hann að spila aldrei aftur knattspyrnu því hann vildi ekki lenda í fjölmiðlum og slíku eins og bróðir sinn og stóð við það. Það skín aðeins í gegnum lesturinn að George hefur aldrei í raun gert sér grein fyrir hversu miklum vandræðum hann átti með drykkjuna og taldi hana í raun aldrei vera vandamál. M.a.s. þegar líkaminn var farinn að gefa sig taldi hann það ekki vera vegna drykkjunnar. Hann hafði svo sterka þörf fyrir sopann að hann gat aldrei sagt nei við því þegar honum var boðið og hafði ekki mikinn vilja til að berjast á móti fíkninni. Eins gat hann aldrei tekist á við vandamál heldur var alltaf hlaupandi burt frá þeim eins og hann segir sjálfur. Eftir að hann varð Evrópumeistari með United 22 ára og knattspyrnumaður evrópu sama ár gerði hann í raun ekkert í knattspyrnunni nema flakka á milli meðalliða og spilaði m.a. í 3 deild á Englandi, utandeild á Englandi (að vísu bara 1-2 leiki) og í USA og Kanada. Lið United hrundi í raun eftir titilinn og liðið fylltist af meðalmönnum þegar stjörnurnar hættu hverjar á eftir öðrum vegna aldurs. Bókin er bæði mjög skemmtileg og auðveld aflestrar og einnig sorgleg og synd að þessi snillingur hafi skemmt feril sinn eins og hann gerði.
|