Ketildalir
Ég fékk þá hugmynd um helgina að gera bók með myndum frá Ketildölum í Arnarfirði. Þetta er ótrúlega fallegt og ljósmyndavænt svæði og sennilega ekkert rosalega margir sem koma þangað þó það sé einhver slæðingur af ferðamönnum og síðan þekkir maður náttúrlega fólkið eitthvað þarna. Magga frænka mín sagði í einhverri jeppaferðinni inn á Bíldudal að ég ætti að koma dölunum á kortið með ljósmyndum því það þyrfti að vera innanbúðarmaður og það fékk mig til að pæla meira í þessu. Ég ætla að setja hérna inn 4 myndir svona til að gefa forsmekkinn af myndunum sem koma vonandi síðar í vikunni: Víðir frændi að keyra úr fjárhúsunum eftir að vera búinn að gefa (hann býr á næsta bæ og því keyrandi). Fólk að horfa á ljósmyndarann í stofuglugganum í Feigsdal. Frá vinstri: Sonja, Ægir litli, Særún, Alexandra, Bjarki, Baddí, Melkorka, Gréta og Gessa. Fjárhúsin í Feigsdal. Feigsdalur. Eins langar mig til þess að safna saman gömlum myndum úr sveitinni og þá aðallega af mömmu og systkinum hennar frá því þegar þau voru börn og skanna þetta inn og setja í bók þannig að allir ættingjarnir geti notið þessara mynda. Hef nefnt þetta aðeins við mömmu og hún ætlar að hjálpa mér að finna myndir hjá ættingjum. Held að þetta gæti verið skemmtilegt verkefni bitz.
|