State of Fear
Bókadómur eftir Burkna gestagagnrýnanda:
Bókarýni: State of Fear eftir Michael Crichton
Höfundur ætti að vera flestum að góðu kunnur, en hann hefur skrifað bækur á borð við Júragarðinn, Congo, Sphere og Lestarránið Mikla. Í seinni tíð hafa komið frá honum stórgóð ritverk eins og TimeLine og Prey. Hann má að ósekju teljast einn fremsti vísindaskáldsagnahöfundur samtímans (ef ekki allra tíma) því yfirleitt tekur hann yfir eitthvert fræðasvið og gerir því góð skil með nýjum heimildum og grípandi atburðarás. Persónusköpunin og tilfinningablæbrigðin eru kannski ekki alveg á borð við það sem rómantísku meistarar 19.aldar hripuðu á bókfell, en það er heldur ekki það sem sóst er eftir í svona sögum.
Söguþráðurinn er þannig úr garði gerður að afar litlu er hægt að ljóstra upp án þess að skemma fyrir tilvonandi lesendum. Sögusviðið er með því breiðara sem gerist, nær frá Suðurskauti í suðri til Íslands í norðri. Bókarkápan ljóstrar aðeins upp nokkrum atburðum sem eiga sér stað í ólíkum heimshornum:
- eðlisfræðingur deyr eftir náin kynni við fagra konu í París
- neðansjávarkafbátur er leigður í Vancouver
- kröftug hljóðbylgjutæki eru keypt í Kuala Lumpur
Við þetta er ekki mörgu að bæta, öðru en eftirfarandi:
- Rauði þráðurinn í bókinni er "global warming" (ísl. heimshlýnun?)
- Ógnin í bókinni stafar af umhverfishryðjuverkamönnum
- Titill bókar vísar til þess hræðsluástands sem leiðtogum ríkja hættir til að reyna að skapa til að þegnarnir láti betur að stjórn. Ekki ósvipað og Michael Moore veltir upp í 'Bowling for Columbine'.
Á heildina litið er um spennandi og mjög áhugaverða lesningu að ræða. Eins og venjulega getur maður gert ráð fyrir að höfundur sé með mjög góðar heimildir fyrir því sem hann (eða persónurnar) setja fram, og jafnvel enn frekar en venjulega, því nú birtir hann raunverulegar tilvísanir neðst á blaðsíðum! Málefnið er "heitt" og ýmsar áleitnar spurningar sitja eftir í lesanda að meginmáli og tveimur viðaukum loknum. Mæli semsagt eindregið með bókinni.
|
Crichton er svona Stephen King spennusagnanna, virðist prumpa út úr sér fjöldann allann af bókum, margar hverjar góðar hefur maður heyrt, en svo þegar á að kvikmynda þetta þá er nú misjafn sauðurinn. Ég hef séð ansi margar myndir úr smiðju Crichtons og má þar nefna Timeline sem mér fannst frekar slök. Crichton er snillingur í formúlubókum og myndum og fær hann credit fyrir það, en frekar innihaldslítill að mínu mati. Bestur er hann þegar hann heldur sér við lögfræði tryllana, margir hverjir fínir enda skilst mér að hann sé nátengdur því fagi
13:00 Árni Hr.
Þú ert að rugla saman Crichton og John Grisham, sem er lögfræðingur. Crichton er læknismenntaður frá Harvard, en ákvað að hann hefði of gott ímyndunarafl til að vera læknir!!
Grisham er einmitt frekar formúlukenndur, en það verður varla sagt um Crichton, enda töluvert meiri intellektúr þar á ferðinni (hef m.a.s. tekið í spaðann á honum!) Hef ekki lagt í myndir á borð við TimeLine og The 13th warrior, enda get ég ekki ímyndað mér að þær skili sér almennilega á hvíta tjaldið.
15:16 Burkni
Einmitt eins og ég sagði :)
17:15 Árni Hr.
|
|