Mexíkó
Við Hjölli kíktum í gær og fengum okkur að borða hinum rómaða Mexíkanska stað Mama Tacos. (í húsnæðinu sem Skalli var í á árum áður niðri á Lækjargötu).
Þetta er ágætis staður og skemmtilegt mexíkanskt yfirbragð og verðið er ekki of hátt.
Þegar við vorum búnir að panta tilboð af stráknum sem talaði bara ensku þá fengum við pappaglös og ætluðum að fá okkur úr kókvélinni kók en kókið reyndist þá búið. Það var miði á fantanu að það væri bilað og því bara diet kók og sprite eftir sem við vorum ekkert mjög spenntir fyrir. Ég benti afgreiðslustráknum á þetta og hann ypti bara öxlum og sagði "I don't know" og fór að gera eitthvað annað. Nú voru góð ráð dýr og við fengum okkur því bara Sprite (goslaust).
Maturinn var mjög góður og vel útilátinn og borðuðum við báðir yfir okkur. Það er ekki oft sem ég hef borðað á íslenskum skyndibitastað þar sem hundur eigandans hleypur um og skemmtir gestum en það gerði stemminguna bara betri. Tónlistin inni var salsatónlist og voru þarna 2-3 lög sem ég hef dansað við í salsatímum. Eigandi staðarins var eitthvað að vesenast þarna inni og er hann gaur klipptur beint út úr bíómyndum, svart sítt hár, dökkur, herðabreiður og svona mean looking. Við Hjölli þorðum því ekkert að láta dólgslega þarna inni (Hjölli þekkir hann líka ágætlega þar sem hann spjallaði töluvert við hann síðast þegar hann borðaði þarna).
Gef þessum stað 5 af 5 stjörnum.
Við fórum síðan upp í Súfó og fengum okkur kaffi og lásum tímarit.
|
...annars var ég að spá í það að skella mér á Súfó eftir vinnu og lesa grein í Uppeldi, jafnvel að maður gluggi í best of Laxnes ef stemming er fyrir því. Ég er fullorðinn!
10:42
Er það ekki bara Raul sjálfur? (sá sem á sumsjé mömmuna sem titill staðarins vísar í)
13:23 Burkni
|
|