Kárahnjúkar
Áfram með "pólitík"
En ég heyrði um daginn að ASÍ var að kvarta yfir því að Impregilo væri ekki að borga samkvæmt íslenskum samningum osfrv. Um leið voru þeir að kvarta yfir því að þeir vildu flytja inn 200 Kínverja í vinnu.
1. Ég er sammála því að fara skal eftir öllum reglum varðandi laun og samninga - ekki á að fara út fyrir þá ramma sem eru almennt notaðir á Íslandi.
2. Ég skil ekki hvernig hægt er að vera á móti innflutning erlents vinnuafls, samkvæmt ströngustu samningum þá eru lágmarkslaun svo lág að ekki nokkur íslendingur myndi vilja vinna eftir því og hvað þá uppi á Kárahnjúkum og því skil ég vel að verið sé að skoða erlent vinnuafl.
Hver hefur ekki séð innflutning á Pólverjum í fiskinn og hafa heyrst raddir um að Pólverjar séu að "stela" starfi frá Íslendingum, en come on ástæðan fyrir þessum innflutningi er ekki bara að lækka launakostnað heldur líka vegna þess að í dag vilja íslendingar almennt ekki vinna í fiski - Bubba kynslóðin er að hverfa.
|
Ég er svo yfir mig bit ... allt í einu stekkur Árni fram á sjónvarsviðið sem fullmótaður stjórnmálaskríbent, bjóst ekki við þessu! Meira svona!
19:09 Joi
Að eitthvað sé fishy?? Dude, wake up and smell the coffee!! Impregilo á eftir að vera hér í e-n tíma í viðbót, halda áfram að brjóta á starfsfólki sínu og halda áfram að þverbrjóta íslenska vinnulöggjöf og enginn á eftir að gera neitt í því. Skólabókar- dæmi um hvað gerist þegar maður tekur tilboðinu sem er grunsamlega mikið lægri en öll hin.
09:52 Burkni
|
|