Tilboð í íbúð
Við Sonja buðum í íbúðina í gær hálfri milljón undir uppsettu verði og það kom víst tilboð á uppsett verð á sama tíma (hvað sem er til í því) og við bökkuðum því útúr þessu og leitin heldur áfram. Ákveðin vonbrigði samt en svona er þetta bara.
|
Þið hafið ekki viljað henda tilboðinu upp um eina milljón og grípa íbúðina, milljón til eða frá í svona pakka hefur nú ekki úrslitaáhrif á greiðslubyrði er það.
13:02 Árni Hr.
Gallinn við kerfið hérna á Íslandi er sá að maður veit aldrei hvenær fasteignasalar eru að segja satt um hvort annað tilboð hafi borist. Ég er ekki viss um að hann hafi verið að segja okkur satt um hitt tilboðið en það getur alveg verið ... ætla ekki að láta hann draga mig áfram heldur að bíða aðeins og sjá til. Ef íbúðin selst þá verður bara að hafa það.
13:36 Joi
Voru ekki fleiri íbúðir lausar í blokkinni sem þig getið þá boðið í í staðin?
13:40 Hjörleifur
Ja, engin íbúð sem hentar okkur held ég ... aðeins tvær aðrar á 1. hæð og þær eru ekki nægilega skemmtilegar og síðan eru íbúðir á 2. hæð sem við höfum ekki áhuga á.
13:42 Joi
Áður en ég keypti íbúðina sem ég bý í núna bauð ég í aðra íbúð sem var í sölu hjá Hraunhamri (hafnfirsk fasteignasala). Ég kom með tilboð sem var aðeins undir uppsettu verði, skilaði því inn á fasteignasöluna klukkan hálf sex og átti það að gilda til fimm daginn eftir. Þegar fer að líða á næsta dag fer mig að lengja eftir svari og reyndi því að hringja í fasteignasalan en það var aldrei hægt að ná í hann, svo klukkan fimm hringir hann og seigir að einhver annar hafi boðið uppsett verð í íbúðina, en ef ég sé snöggur geti ég boðið hærra, en verði að flýta mér áður en hann gangi að hinu tilboðinu. Þetta fannst mér nú frekar undarlegt og leið eins og það væri verið að hafa mig að fífli og sagði fasteignasalanum að troða þessari íbúð upp í r..... (þessi íbúð hafði verið í sölu í nokkrar vikur).
16:04
|
|