Erfiður morgunn
Þegar ég vaknaði um morguninn
er kisa kom inn til mín
hörundið eins og teppi
og andlitið eins og teppalím
En þannig var það nú ekki alveg, en hljómaði bara betur svoleiðis. En ég upplifði það að líkaminn er greinilega ekki alveg kominn í eðlilegt form, því þegar ég stóð upp og gekk 2 skref og var í því þriðja, þá fékk ég aðsvif og bara datt kylliflatur og lenti ofaná óhreinatauskörfunni. Ég áttaði mig ekki alveg strax á þessu, en þegar ég stóð upp aftur, þá var ég að drepast í bakinu, en ég hruflaði mig töluvert við þetta og svo fór mig að svíða mjög mikið og þegar ég kíkti í spegilinn var þetta töluvert meira en ég hélt í fyrstu. ég lagði mig bara aftur og jafnaði mig á þessu í smá stund því ég var alveg að drepast í þessu.
Nokkrum mínútum síðar fór ég í fyrstuhjálparkassann, en í honum voru allskonar sárabindi fyrir stærri sár og tók ég það næst stærsta sem er u.þ.b. 15x30 cm breið grisja með rúmlega meters löngu sárabindi útfrá og setti þetta yfir sárið, enda var farið að blæða aðeins úr þessu. Grisjan náði næstum því að hylja þetta alveg og mun betra að hafa þetta á sér og örugglega líka betra að hafa þetta til að minnka sýkingu, enda örugglega ekkert gott að hafa bara bolinn beint á þessu.
Ég finnn enn sviða í þessu og verð að vera frekar beinn í baki og ekkert snúa upp á mig eða teygja mig neitt mikið.
|