mánudagur, janúar 31, 2005
|
Skrifa ummæli
Tæknivæðingin
Nú er ég kominn með nýtt sjónvarp (28" United") og búinn að tengja tölvuna við það og get nú horft á dvd í sjónvarpinu í gegnum tölvuna eða spilað tölvuleiki eða eitthvað. Svo get ég núna líka tekið upp hljóðið úr sjónvarpinu, svosem ekkert sérstaklega gagnlegt en það er samt hægt að gera þetta. Næst á dagskrá er að fá sér breiðbandsafruglara og nettengjast, sem verður væntanlega ADSL, þar sem að breiðbandsnetið er í skralli sem stendur og reyndar í frekar slæmum málum þar sem að samstarfsaðili símans í því máli hætti bara við og er síminn því nú staddur á byrjunarreit hvað þetta varðar. Bara verst hvað þetta kostar mikið, en mér er sagt að það sé þess virði og verður maður ekki bara að trúa því.
Ég þyrfti líka að fá mér tölvuborð, en nú er aðstaðan til tölvuiðkanna frekar erfið hjá mér, en lyklaborðið verður bara að vera á lærunum og músin er upp á hátalaranum.
Sjáum til hvort að maður verði ekki ríkari á morgunn.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar