miðvikudagur, janúar 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Leikmenn United á þessari leiktíð
Ég hef ákveðið að gera smá samantekt á því hvernig lykilleikmenn United hafa staðið sig á leiktíðinni:

Howard
Hefur ekkert fengið að spila að ráði en ég tel hann besta markmann sem United hefur upp á að bjóða í dag og framtíðarmarkmaður liðsins.

Carroll
Hefur staðið sig sæmilega en þetta er ekkert spes markmaður og sennilega 15 markmenn í úrvalsdeildinni sem eru betri. Hefur gert 2 stór mistök og ég vill hann út.

Neville
Hefur ekki verið áberandi vegna veikinda.

P. Neville
Hin Neville systirin hefur staðið sig ágætlega og er traustur leikmaður.

Heinze
Leikmaður tímabilsins hjá United að mínu mati, ótrúlega sterkur og öflugur leikmaður - frábær kaup.

Ferdinand
Hefur staðið sig mjög vel og er klettur í vörninni.

Brown
Hefur sýnt góða takta þegar hann er inná en virðist skorta smá einbeitningu og gerir ennþá of mörg mistök.

O'Shea
Hefur verið skugginn af sjálfum sér miðað við síðustu leiktíð.

Silvestre
Oftast er hann frábær en virðist gera 1-2 mistök í leik sem menn mega ekki leyfa sér í þessum flokki.

Ronaldo
Fyrri hluta leiktíðar var hann besti maður liðsins og var nánast alltaf maður leiksins, hefur verið frekar slappur undanfarið og skorar ekki nægilega mörg mörk. Frábær skemmtun að horfa á þennan listamann.

Giggs
Er í fanta formi og hefur ekki spilað jafn vel í fjölda ára. Er meiddur núna en er algjör lykilmaður fyrir liðið.

Kleberson
Hefur ekkert sýnt.

Keane
Kletturinn hefur verið frábær á þessari leiktíð og hefur sjaldan verið sterkari.

Miller
Veit ekki alveg af hverju þessi leikmaður var keyptur (var reyndar ókeypis) því hann hefur verið mjög slakur í öll þau skipti sem ég hef séð hann leika.

Scholes
Frábær leikmaður sem hefur verið í frábæru formi á þessari leiktíð - er lykilmaður og drifkrafturinn á miðjunni í sóknaruppbyggingu.

Djemba-Djemba
Hann var Djemba-Djemba góður á síðasta tímabili en nú er hann varla Djemba góður. Hélt að þetta væri mikið efni en nú er ég ekki lengur jafn viss - virðist ekki ná sér upp úr meðalmennskunni þó að ég hafi trú á að hann eigi að vera langt yfir meðallagi og jafnvel í heimsklassa.

Fletcher
Ekkert spennandi að mínu mati og er svipaður og P. Neville en hefur átt sæmilega leiki.

Fortune
Ansi góður á vinstri kantinum en er of oft meiddur.

Rooney
Hefur ekki alveg staðið undir væntingum en þegar hann er góður þá er hann GÓÐUR ... þarf bara að vera oftar. Þarf líka að læra að hafa stjórn á skapi sínu því hann hefur oft verið í vandræðum með það á vellinum. Það er reyndar skapið sem gerir hann að þessum leikmanni en hann þarf að læra að beita því rétt.

Saha
Hefur verið ágætur þegar hann hefur verið með en hann hefur lítið spilað vegna meiðsla.

Nistelrooy
Spilað nokkra leiki og var góður í þeim (sérstaklega í evrópukeppninni þar sem hann virðist ætla að slá öll met) en er í erfiðum meiðslum.

Bellion
Getur hlaupið hratt en lítið meira en það.

Smith
Nauti í flagi og frábært að horfa á baráttuna í honum - hefur átt góða leiktíð og er frábær liðsmaður.
    
Í fljótu bragði segi ég:
Góður: Ferdinand, Heinze, Giggs, Scholes, Nistelrude og Smith
hvorki né: keane, Howard, Neville systurnar, Brown, Silvestre, Fletcher og Fortun - margir hafa ekki getað sýnt mikið sökum meiðsla og eru því á þessum lista aðrir finnst mér ekki hafa staðið sig.
undir væntingum: Carroll, Miller, Kleberson, Djembax2, Saha, Rooney
Tek fram að mér finst Heinze hafa komið mest á óvart ásamt Ferdinand, en það er vegna þess að ég vissi að hann var góður en hann er bara helvíti góður..

Ronaldo tók góða spretti fyrst en er ekki nógu stabíll
Bellion - ha ha ha ha ha ha ha
17:22   Blogger Árni Hr. 

Get ekki sagt að ég sé sammála eða ósammála, þar sem ég hef ekki hundsvit á efninu. Hins vegar finnst mér þessi pistill afar fræðandi og býst við samsvarandi umfjöllun um öll hin liðin í ensku úrvalsdeildinni, ágætt væri að taka t.d. WBA fyrir næst!
09:01   Blogger Burkni 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar