miðvikudagur, janúar 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Ske - Feelings are great
Svona til að byrja með er hægt að segja að þessi diskur sé nú beint framhald af hinum disknum, ekki finnst mér mikill munur á þessum diskum, ekki mikil þróun í raun. En mér fannst hinn diskurinn góður og því get ég ekki kvartað yfir disknum sjálfum, mjög skemmtilegur til áheyrnar. Hápunktar disksins eru að mínu mati lög eins og:
1. Beautiful flowers sem Ragnheiður Gröndal syngur í smá duói,
2. Girl at Work ? einnig RG, kannski vegna þess að ég er svolítið skotinn í þessari rödd, svona hrjúf kvenmannsrödd, djössuð.
3. Standing ? létt og skemmtilegt lag, er í miklum Stranglers anda, svona léttari Stranglers útgáfan sbr Golden Brown ofl. Einnig er þetta skemmtilega taktmikið, þ.e. maður finnur löppina fara af stað þegar maður hlustar á lagið (la la la er dead giveaway).
4. Happy in a sad way ? ljúft lag, snertir það litla af hjartanu sem ekki er orðið steinrunnið. Gítartónarnir eru ansi flottir í þessu lagi, svona fínni útgáfa af Albatross tónunum sem komu frá Fleetwood Mac 1970 eða þar um bil. Þó finnst mér seinni hluti lagsins aðeins deyja út.
5. Lokalagið Vagga er einnig mjög skemmtilegt lag, fyrri hluti lagsins er svona rólegur instrumental lag með elektrónísku ívafi, skemmtileg tilbreyting en mér skilst nefnilega að Ske vilji nota elektróník meira á hljómleikum á næstunni. Seinni hluti lagsin kemur svo skemmtilega inn með smá ?rokki? og enn er þetta instrumental. Að mínu mati mjög sterkt lag, vel gert og alger óþarfi að hafa söng með þó að söngurinn hjá Ske sé nú einmitt eitt af því sem einkennir hana og þetta mjúka sound.

Ég veit að mörg önnur lög á disknum eru góð, Julietta 4 er alveg í anda hinna Juliettanna og er skemmtilegt lag og er svo sem ekkert lag slakt á þessum disk. Þau halda greinilega áfram ótrauð og hafa þau alveg mjög einkennandi hljóm sem ég er gríðarlega ánægður með, en oft er erfitt að fylgja á eftir meistaraverki og tel ég að vissu leyti að það sé að trufla hér, sérstaklega mig sem gagnrýnanda þar sem ég ber þetta alltaf við fyrri disk.

Lokaniðurstaða er 4 stjörnur af 5 og er ég enn stoltur af því að íslendingar geta verið svona fjölbreyttir í öllu sem þeir gera, þ.e. semja tónlist sem er að mínu mati á heimsmælikvarða.
    
Já, ég er einmitt að hlusta á plötuna núna.
Er að flestu leiti sammála þessum dóm, við vissum að það yrði erfitt að fylgja fyrri plötunni eftir því að hún var ekki aðeins frábær heldur kom líka með ferska strauma og hljómsveitin hafði líklegast verið að vinna þessi lög í mörg ár áður en þeir gáfu þetta út. Þessi nýja plata er fínt framhald og þeir eru áfram með sitt sound sem er mjög gott en þó líklegast ekki alveg jafn sterk og sú fyrri en samt mjög sterkt framhald. Ég gef henni líka 4 stjörnur og þetta er á heimsmælikvarða.
10:57   Blogger Joi 

Hvað er eiginlega í kaffinu hjá AGR í dag, bæði Jóhann og PP eru búnir að vera sammála mér í dag. En eins og margir vita þá erum við JG oftast ósammála um hlutina og til að mynda þá sagði ég nú við hann og Hjölla í gær að ég myndi nú sennilega halda með UTD í kvöld á móti Chelski, þá svaraði Jóhann strax, "já ég held með Chelski".
12:55   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar