þriðjudagur, janúar 25, 2005
|
Skrifa ummæli
Tennis
Í gær fór fram 3. umferð tennismótsins, þar sem að ég og Jói tókum Sigga og Hauk í bakaríið. Unnum við fyrri leikin 6-2, en sá síðari var heldur jafnari, enda slökuðum við Jói töluvert á í þeim leik, þar sem að við óttuðums um andlega heilsu mótherjanna, en við höfðum beitt töluverðum sálfræðihernaði sem gekk alveg ljómandi vel upp. Það fór svo þannig að Siggi missti stjórn á sér og eftir að hann hitti ekki boltann eitt skiptið þrusaði hann tennisspaðanum sínum í gólfið og beiglaði hann verulega og var ekki hægt að rétta hann, enda úr þrælsterku grafíti. Hann þurftið því að skipta um spaða og sætta sig við eitthvert drasl í eigu sporthússins.
Mér þótti þetta hin besta skemmtun og réð hreinlega ekki við mig og hló þarna eins og kelling frá Akranesi, en Jói skynjaði ákveðna hættu samfara þessu og hélt sig aðeins til hlés.
Eftir tímann var þetta atvik rætt og Sigurður spurður að því hvort þetta nú borgað sig (man reyndar ekki spurninguna orðrétt) og svaraði hann á þá leið að honum hafi nú liðið betur á eftir.
Ekki náðist að klára seinni leikinn, en tímanum lauk í stöðunni 5-5 og því vorum við Jói sigurveigarar dagsins.

Staðan í heildarkeppninni er því þannig að við Jói höfum fengið 3 stig en Siggi og Huakur 0 stig, enda hafa þeir ekki unnið neinn dag og skulda okkur reyndar bikar frá síðasta tímabili, því VIÐ unnum það mót taplaust og stefnir allt í það að við munum endurtaka leikinn á þessu tímabili.
    
Frábært blogg - til hamingju!
18:16   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar