Jói og styrjaldirnar
Er Jói aristókrati, eða spjátrungur, eða nær hann að blanda þessu saman í einum og sama manninum. Hann hefur haldið hvorutveggja fram og ýmist koma frá honum heimspekileg og listræn og djúp blögg, en einnig þessi skrítnu spjátrungslegu blögg.
Á einu ári hefur hann breyst frá því að vera bara svona eins og við hinir, þ.e. mæta í vinnuna, fara heim, glápa á imbann eða dvd eða tölvast eitthvað (ég er reyndar bara nýliði í þeim málum) og skreppa á pöbbalinginn um heldgar, þ.e. allt sem að venjuleg miðbæjarrotta gerir. En eftir A-Evrópu ferðina kemur hann til baka sem nýr maður og greinilegt að ferðin hefur haft mikil áhrif á mannin. Aldrei hefur hann verið jafn þenkandi og nú um styrjaldir og þann hrylling sem að fylgir þeim eins og eftir þessa ferð.
Þarna spilar ljósmyndunin stórt hlutverk, en áhrifamestu ljósmyndir sem teknar eru, eru frá styrjöldum og öðrum hörmungum.
En hvað veldur því að menn eru að hugsa svona mikið um þetta núna?
Skýringuna má eflaust finna í því að myndir frá styrjöldum og hörmungarsvæðum berast okkur nær daglega í fréttum, en áður fyrr var mun erfiðara fyrir fréttamenn á þessum svæðum að koma fréttunum frá sér, nema löngu síðar. En með tölvupóstinum hefur þetta breyst (eins og glögglega kemur fram í bókinni 101 dagur í Bagdad).
Þetta verður vonandi til þess að vitundarvakning almennings um hörmungar stíðs vaxi og leiði til betri heims. Þetta er í rauninni sama hugsun og hipparnir voru með á sínum tíma, en þar sem að þeir voru alltaf svo uppdópaðir þá tók enginn mark á þeim, en friðarboðskapurinn var þó fyrir hendi. Nú hefur boðskapnum verið komið áleiðis til almennings og má segja að nýtt hippatímabil sé að hefja sitt skeið. En hippar nútímans klæðast ekki mussum með blómum á, heldur eru vopnaðir myndavélum og internetinu.
Skálum fyrir heimsfriði í krafti internetsins
Amen
|
Hvað veldur þessum umskiptum á þér Pálmi? Áður en þú veist af verðuru genginn í Vinstri Græna á leið í Sjálfstæðisflokkinn. Gengur hringinn sumsé ;)
Kv. Robbi
13:48
|
|