Kæra dagbók ...
... helgin var alveg ágæt hjá mér en ég er ennþá frekar þreyttur eftir flúbbið á laugardaginn. Á föstudagskvöldið fórum við Sonja í göngutúr kl. 17.30 og gengum framhjá væntanlegri íbúð okkar í Suðurhlíð og endaði þetta í 2,5 klst göngutúr. Mamma Sonju náði síðan í okkur og skutlaði okkur í Nóatún þar sem keyptir voru hamborgarar sem við þrjú borðuðum síðan um 22 leitið um kvöldið og síðan var horft á dvd mynd sem Sonja fékk að velja.
Á laugardaginn vaknaði ég kl. 8:30 og fékk mér smá morgunmat og fór síðan aftur upp í rúm (trikk til þess að losna við hausverk) og svaf ég til kl. 11 og vaknaði þá án þess að fá minn vikulega hausverk, þannig að þetta trikk virðist virka nokkuð vel. Við strákarnir hittumst síðan á Players og var þar tippað og síðan horft á 3 leiki í röð. Eftir það var haldið í Öskjuhlíð (Árni með viðkomu heima hjá sér) og þar teknir nokkrir leikir og síðan var kíkt á Rex þar sem allt þotuliðið var (Eiður Smári, Hemmi Hreiðars, 70 mínútna gengið, Logi Bergmann og kona hans, Tóti Samskipari o.flr.).
Sunnudagurinn var erfiður framan af enda voru við lengi að og við Sonja fórum upp á Kjalarnes kl. 14 leitið í afmælisboð og um kvöldið aðstoðaði Pabbi hennar mig við að skipta um bremsuklossa en það gekk ekki vel því Bílanaust lét mig fá ranga klossa og því gistum við uppfrá í nótt og fengum far með systir Sonju í morgun.
Tennis í kvöld þar sem verða fullskipuð lið í fyrsta skipti í langan tíma.
|
Ég tek undir það að sunnudagurinn var frekar erfiður, en ég er nú allmiklu hressari í dag. Þetta var mjög góður dagur og féllum við vel í kramið á Rex með þotuliðinu... Ég hefði nú viljað vita hvaða DVD mynd þetta var Jóhann.
15:55 Árni Hr.
Laws of Attraction hét hún og var rómantísk gamanmynd/drama með James Bond í aðalhlutverki - Sonju fannst hún ágæt en mér fannst hún ekki nógu góð.
15:57 Joi
Já, ég sagði það!
16:45 Joi
|
|