Nefndarstörf 
Ég sem formaður tippklúbbsins hef átt nokkra óformlega fundi með félagsmönnum og skynja mikla óánægju með störf nefndarmanna í árshátíðarnefnd.  Hafa fjölmargir menn hreinlega viljað að ég leysi upp nefndina og skipi nýja en ég held að það sé í þágu klúbbsins að leyfa þessari nefnd að klára þetta verkefni í staðin fyrir að skipta þeim alveg út.  Hvað finnst mönnum um það?
 Ég lét nefndina líka taka að sér skipulagningu á föstudagstippklúbbum sem grasrótarhreyfing innan klúbbsins bað um og er hugmyndin að hittast í 6. hvert skipti á föstudagskvöldi og tippa og kíkja í krús og kannski pool  Ég held að nefndarmenn ættu að hafa einhverjar tillögur um báða liði á næsta fundi.
 Kveðja,
 Formaður
  
	 |