Samfylking
Undanfarna daga hef ég verið að fylgjast með rifildi innan samfylkingunnar (eitthvað sem ætti að kæta Sjálfstæðismenn). En þar berjast Össur og Ingibjörg um formennsku flokksins og er greinilegt að mikið gengur á þarna, Össur kvartar sáran yfir ljótum skotum að sér og er flokkurinn þegar að skiptast í tvennt í þessu máli. Ég verð að segja það að þó að ég sé ekki mikil pólitíkus þá fannst mér þetta allt hið skemmtilegasta mál að fylgjast með, ég er á því að menn hefðu nú getað farið betur að þessu máli en ætla ég ekki að setja mikið út á hvor þeirra ætti að vera formaður, mér er svo sem alveg sama, en aðal málið í mínum huga er hvers konar aðferð er notuð í þessa baráttu, þarna virðist í uppsiglingu barátta sem er harðari en góðar kostningar á milli Samfylkingar og Sjálfstæðismanna.
forvitnilegt væri að heyra frá mönnum þeirra skoðun á þessu máli, þ.e. ef menn hafa skoðun á þessu.
Ég tek sérstaklega fram að ég sá viðstal í Ísland í dag um daginn þar sem Guðmundur Árni og Valgerður voru til viðtals og skil ég ekki hvernig svona manneskja eins og Valgerður getur komið sér áfram í stjórnmálum, hún var bara brandari að mínu mati á meðan GÁ var rólegur og mjög hnitmiðaður, tek fram að Valgerður er Ingibjargar kona og GÁ er meira fyrir Össur, amk vill hann ekki að skipt er um knapa í miðri á eins og hann orðaði það svo elegant í Silfur Egils í dag.
|
Ég hef svosem ekki mikla skoðun á þessu en mér finnst Samfylkingin eiga við erfiðleika að stríða vegna þess að þeir eru að skipast í tvær fylkingar og Össur hefur ekki fengið þann stuðning í flokknum sem hann ætti að fá til þess að geta sinnt þessari stöðu sem skyldi. Hefur haft það á bakinu að Ingibjörg ætlar að fara fram á móti honum og því væntanlega erfitt að vinna með henni að stefnumótun o.flr. en það verður gaman að sjá hvað gerist í þessu máli. Mér finnst Silfur Egils mjög vel heppnaður þáttur og gaman að horfa á hann þegar maður kemur því við (og Gunnlaugur Þór er ekki einn viðmælenda).
19:12 Joi
|
|