mánudagur, janúar 24, 2005
|
Skrifa ummæli
Hagur stærðarinnar
Í dag var ég og Jóhann að ræða stuttlega um hví lyfjaverð gæti verið hærra á Íslandi en í t.d. Danmörku. Ég sagði í stuttu máli að þetta snérist allt um hag stærðarinnar þar sem kostnaður dreifist betur þegar framleitt er á stærri markaði. En ekki meira um það, í kvöld horfði ég svo á fréttir þar sem ein fréttin var um hvernig Ikea á Íslandi væri miklu dýrari en í USA (sem er fáránlega samlíking í ljósi þess að við erum 300 þús en Bandaríkjamenn 300 milljónir give or take). Til útskýringar sagði talsmaður Ikea á Íslandi að ástæða fyrir auknu verði væri, já hagur stærðarinnar.

En svona rétt til að benda á fáránleika fréttarinnar þá voru þeir með nokkur verð, þ.e. USA, þýskaland, Svíþjóð og Ísland. Það munaði að sjálfsögðu mikill munur á milli Ísl og USA, en mun minni mismunur á milli Svíþjóðar og Íslands (en þó nokkur samt). Að mínu mati hefði fréttin verið mun betri ef þeir hefðu ekki verið að bera saman Davíð og Golíat, já léleg fréttamennska að mínu mati en skemmtilegt að heyra að fleiri notast við sömu afsakanir.
    
Sammála, þetta var frekar fáránleg frétt og maður skildi ekkert alveg hvert var verið að fara með þessari rannsóknarblaðamennsku, hvort það var verið að reyna að "fletta ofan af" IKEA fyrir að vera með of hátt verð eða eitthvað annað. Mér fannst liggja beinast við fyrir IKEA-gaurinn að segja bara "þetta er Ísland"! Hér er vöruverð einfaldlega hátt, og ekki bara út af smæðinni.
08:52   Blogger Burkni 

Já, þetta er að mörgu leiti rétt en í mörgum vöruflokkum virðist Ísland ekki vera hærra en önnur lönd, t.d. í raftækjum ef miðað er við norðurlönd. Auðvitað er hagkvæmt að selja í stærri lönd en spurning hvort menn verði ekki að skýra þetta nánar, en auðvitað ráða t.d. IKEA sínu verði sjálfir.
Vonandi er þetta samt ekki 13x hærra verð ;-)
09:01   Blogger Joi 

Úti á Ikea yfirleitt sjálft verslanirnar en verslunin hér er ekki í eigu Ikea heldur Hagkaupsfjölskyldunnar og þarf því að kaupa inn á hærra verði.
Fúsi
13:09   Anonymous Nafnlaus 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar