mánudagur, janúar 31, 2005
|
Skrifa ummæli
Bók #2
Ekki gengur hratt að ná að lesa 52 bækur á þessu ári, einungis 2 búnar á 5 viku. Þó er ég með nokkrar í takinu þ.a. ég vona að þetta takist.
Nú kláraði ég bók eftir leikstjórann Tim Burton, en bókin heitir The Melancholy Death of Oyster Boy & Other Stories.Þetta er hálfgerð ljóðabók, ef hægt er að kalla, gamanvísur með teikningum. Þessi bók er alger snilld, svarti húmorinn í þessari bók er alveg frábær og má nú alveg segja að þetta sé svolítið týpískt Tim Burton. Erfitt er lýsa nánar bókinni, en til að útskýra nánar þá get ég nefnt helstu persónurnar sem koma við sögu, svo sem:
Oyster Boy
Stain Boy
Mummy Boy
Roy the Toxic Boy.
Þessi bók er skyldulesning fyrir alla aðdáendur Tim Burtons og ekki er þetta löng lesning, ein kvöldstund.
Gef þessari bók 5 stjörnur af 5, en bókina verður maður að taka eins og hún er og dæma hana út frá þeirri kategoríu.
Sjáið hana á Amazon
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar