Snilldardjókur
Þetta er sennilega úr einhverri falinni myndavél - en brandarinn er þannig:
Maður gengur inn í klámbúð - um leið og hann er farinn inn þá kemur allt staffið hlaupandi og upp er settur borði þar sem hann er milljónasti viðskiptavinurinn og eru komnar myndavélar og gaur til að taka viðtal og lúðrasveit og rosalegt húllumhæ.
Að sjálfsögðu þegar greyið maðurinn labbar út grunlaus og lúðrasveitin byrjar að spila og sjónvarpsvélar mættar osfrv þá gerir hann það eina rétta og skundar í burtu. Ég gat nú ekki annað en vorkennt greyinu - vondur hrekkur en skemmtilegur.
Ég sá þetta á netinu um daginn.
|