mánudagur, janúar 17, 2005
|
Skrifa ummæli
Google
Sá í 60 Minutes í gærkvöldi þátt um Google veldið, mjög merkilegt að sjá hvað þeir eru búnir að gera og sérstaklega hvert þeir stefna. Þeir eru að sjálfsögðu með leitarvélina frægu, en einnig eru þeir með svolítið sem heitir Desktop Google sem ég hef notað undanfarið og er alger snilld í svona stóru fyrirtæki eins og ég er hjá. Meira að segja Microsoft eru búnir að búa til samskonar leitarvél til að sporna við Google. Núna eru um 3000 manns sem vinna þar og er enn svona smá fyrirtækja fílingur þarna hjá þeim, mjög flott að sjá.
En það sem var nú merkilegast fannst mér var hvert menn eru að stefna, notkun gervihnatta sem leitarvélar í gegnum GSM síma. Leitarvélar á hreyfimyndum og sjónvarpi osfrv, þeir eru með vél sem kemur til með skanna inn allar bækur í Oxford og Stanford og þá komum við til með að geta lesið og leitað í öllum bókum. Einnig er talað um að mögulega verður hægt að þýða greinar þar sem netið er þegar með það mikið af upplýsingum að hægt sé að þýða heilu greinarnar þar inni.

Einnig var talað um að Google hefur aldrei verið í beinni samkeppni við Microsoft, en nú er Microsoft farið að snúa sér að Google þar sem þeir eru nú farnir að vinna aðeins inn á þeirra svið með tæki eins og Desktop Google.

Ef þessi grein hafi verið smá incoherent þá er það vegna þess að ég var að horfa á Guðna Bergs um leið...
    
Já, ég hef mikla trú á því að Google verði mjög stórt fyrirtæki á næstu árum og Microsoft má fara að passa sig því Google er að fikra sig í ýmsar áttir!
12:35   Blogger Joi 

Ég held nú samt að hættan sé að Microsoft valti yfir þá, mjög mikilvægt að þeir haldi sér í sama geiranum, því um leið og þeir fara að dreifa sér þá munu þeir tapa að mínu mati.
En þeir eru bestir í leitargeiranum og eiga að halda sér í því, þá eru þeir heldur ekki að troða MS um tær of mikið.
13:37   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar