mánudagur, janúar 17, 2005
|
Skrifa ummæli
Hátíðarfundur og pöbbarölt
Best að skella inn nokkrum línum um hátíðarfund MOBS (Meteorological Office Beer Society).
En hann hófst að venju klukkan 17:00 annan föstudag janúarmánuðar og var haldinn að þessu sinni í Skólabæ. Um klukkan 18 hófust vejubundin hátíðarfundarstörf, en þar er m.a. farið yfir peningamálin og svo skoðuð töluleg úttekt á neyslu fundargagna síðastliðið ár. Einnig voru tónlistaratriði, en innan félagsins er hámentað tónlistarfólk og að þessu sinni var boðið upp á píanóleik og voru 2 verk flutt og var spilað fjórhent. Að loknum tónlistaratriðum var haldið til borðs og snæddur kvöldverður og er ekki annað hægt að segja um hann, nema að hann hafi verið frábær, en meðal þess sem boðið var upp á voru smokkfiskar. Þeir sem hafa smakkað smokkfisk og fundist hann bara hafa verið eins og að éta gúmmí, vita ekkert um það hvernig góður smokkfiskur bragðast, en þetta var gjörólíkt og var hann mjúkur og góður og einnig var bragðið af honum mjög gott, enda er kokkurinn vanur að elda smokkfisk á marga vegu. En nóg um mat. Nú var ekkert eftir nema að slappa af og neyta fundargagna til miðnættis, en þá þurftum við að fara út úr húsinu.

Fólk kom sér saman um að byrja bara á því að skella sér á Vínbarinn, enda var það næsti staður sem hægt var að fara á. Ég ákveð að vera svolítið skynsamur og skrapp á salernið áður en ég fór út, en þá var fólk svona að ganga út úr dyrum. Er ég kom út þá var ég einn eftir ásamt konunni sem að vann á staðnum (fylgdi leigunni á salnum), en svo sá ég að fólkið var nú ekki komið mjög langt á undan mér og náði ég bara aftasta manni og rölti með honum áleiðis.
Þegar við áttum um ca 200m á staðinn þá ákvað hann að skreppa aðeins út í sjoppu og ætlaði bara að hitta okkur á staðnum. Ég greikkaði því sporið og náði næstu 2 og nú var meginhópurinn ekki mjög langt frá. Svo komum við að Vínbarnum og þá kom í ljós að þau 2 sem ég rölti með voru bara á leiðinni heim, við spjölluðum því lítið eitt og kvöddumst, en ég fór inn.
Þegar inn var komið þá var þar bara enginn sem ég þekkti. Hmmmm....hvert fóru allir eiginlega. Ég dríf mig út, en sé engann, er ég nú doldið hissa á þessu því þau voru nú ekki langt undann. Ég álykta því sem svo að þau hafi bara farið á næsta pöbb, sem er kaffibarinn og rölti ég nú þangað. En þar fór á sömuleið á þeim staðnum.

Ég dey nú ekki ráðalaus og ákveð þá bara að hringja í einhver í hópnum. Sá fyrsti var með slökkt á símanum og sá næsti líka. Ég prófa að hringja í símaskránna og reyni að fá upp númerin hjá einhverjum öðrum, en þá eru einhverjir bara ekki í skránni, en svo var svarað. Þá var það kokkurinn, en hún var ekkert í hópnum og maðurinn hennar var ekki með símann á sér þar sem að hann var bilaður.
Á meðan ég er að þessu símaveseni þá rölti ég inn á Dubliners, þar sem að mér þótti það nú líka líklegur staður, en þar var enginn. En þegar ég var að ræða við kokkinn þá datt henni í hug að þau hefðu kannski farið á Næsta bar og fannst mér það nú ágætis hugmynd, enda höfum við oft farið þangað. Ég rölti þí á Næsta bar (sem var þó ekkert voðalega mikið næsti bar).
Það var nú bara stutt heimsókn þar, þar sem að þau voru ekki þar.
Og þar sem að fólk getur ekki álpast til að vera í skránni þá hringdi ég bara í vinnuna og fékk númer þar hjá einum í hópnum. Hann svaraði, loksins hugsaði ég, nú er þessu rölti lokið. En hann var þá bara líka farinn heim (og ég sennilegast að vekja hann, en fæ nú samt ekkert slæmt samviskubit, enda farinn að herðast eftir mikið Black Adder áhorf að undanförnu).

Nú fara góð ráð að verða dýr. Þar sem að ég var nú búinn að rölta þetta þennan tíma þá ætlaði ég nú ekki að fara að gefast upp á leitinni. Næstu líklegu staðir voru því teknir út með sama árangri og áður, en það voru Grandrokk, Celtic Cross og Nellies.

Hmm...Nú eru góð ráð orðin það dýr að ég hef bara ekki efni þá þeim lengur, en prófa samt að hringja aftur í einn hópmeðlim. Jibbí hann svaraði, en hann var á leiðinni heim. En hann var nú bara tiltölulega ný lagður af stað svo hann gat leiðbeint mér á staðinn sem þau voru á og þó að ég hefði gengið alla nóttina hefði ég aldrei fundið þau án leiðsagnar.

Þau höfðu farið á Litla ljóta andarungann. Ég vissi ekki einusinni að það væri opið þarna svona langt fameftir.

Þegar ég geng inn, enn að tala í símann, kom fólk auga á mig og svo fóru þau öll að klappa, en þau höfðu verið frekar hissa á því að ég skuli ekki hafa komið með þeim á staðinn, þar sem að ég talaði um það rétt áður en við fórum út að ég ætaði með (ég var bara doldið hissa á því að það hafi enginn hringt í mig þar sem að planinu hafi verið breytt og þar að auki sá fólk úr hópnum mig fyrir utan vínbarinn, en hvað um það ég var amk kominn).

Þetta pöbbarölt tók mig á annan klukkutíma og er þetta sennilegasta mesta pöbbarölt sem ég hef farið á án þess að kaupa mér svo mikið sem einn einasta drykk (ekki einusinni vatnsglas)
    
Já, Black Adder er góður!
12:34   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar