Baghdad Diaries eftir Nuha Al-Radi
Ég keypti þessa bók á útsölu í haust á tæpar 900 krónur ef ég man rétt. Þetta er dagbók Nuha Al-Radi, íraskrar konu, sem hefst í fyrra stríði USA á Írak og fram að seinni árásum á Írak.
Þessi bók heillaði mig ekki mjög mikið því mér fannst hún sundurlaus og fann ég ekki mikið í henni sem höfðaði til mín. Oft er hún bara að segja frá hversdagslegum hlutum eins og hundinum sínum eða öðrum daglegum hlutum og fullt af vinum sínum og ættingjum sem ekkert eru kynntir fyrir lesendanum því þetta er jú dagbók.
Fyrsti þriðjungur bókarinnar segir frá þeim tíma sem fyrri árás Bandaríkjamanna á Írak stóð yfir, hvað líf almúgans var erfitt og miklar hörmungar. Eftir það stríð flutti hún frá Írak og þá verður dagbókin sundurlaus, oft líða nokkrir mánuðir á milli þess sem hún skrifar.
Hún er heldur ekkert mjög góður rithöfundur, bókin oft þurr og stundum leiðinleg þó hún eigi ágætis spretti. Ég ætla að hafa hérna eftir nokkuð skemmtilega dagbókarfærslu aftarlega í bókinni:
14-15 September
The Herald Tribune this weekend has an article about an Icelandic conceptiual artist, Hlyner Hallsson, invited to have an exhibition by the Chinati Foundation in Marfa, Texas. It consisted of four graffiti-style sentences in English and Spanish:
'The real axis of evil are Israel-USA and the UK';
'Ariel Sharon is the top terrorist';
'George W. Bush is an idiot';
'Iceland is Banana Republic No. 1.'
It caused such an uproar that they were threatening to close down the institute. He answared that he had read all these things in the newspapers and that everyone in the USA, everyday, says that George W. is and idiot. So he proposed a sequel. In the second and new part of the exhibition, he wrote:
'The axis of evil is North Korea, Iraq and Iran;'
'Osama Bin Laden is the top terrorist;'
'George W. Bush is a good leader;'
'Iceland is not a banana republic.'
He added, 'I just wrote now what people want to read.'
Höfundur er mjög harðorður í garð Bandaríkjamanna og gagnrýnir mikið árásir þeirra á Írak og bandarískan hugsunarhátt. Ég hugsa að hún sýni á ágætis hátt hvernig líf fólks var í stríðinu og eins þegar viðskiptabannið var við líði því þá hafði fólk engu úr að moða.
|
Fín grein, thumbs up.
09:46 Árni Hr.
Bíddu ... afhverju dregur hún það til baka að Ísland sé bananalýðveldi?
10:08 Burkni
|
|