Gott veður
Veðrið er bara ekki sem verst þessa stundina. Annars er ég bara orðinn þreyttur og ætla heim nú þegar ég er búinn að skrifa þetta. Á morgunn er stór dagur, en þá er "út að borða með vitleysingum" og myndakvöld (hópurinn af Veðurstofunni sem fór í haustferðina, en ég gleymdi myndavélinni minni á fyrsta áfangastað og á því engar myndir þaðan) og prodigy tónleikar (sem ég veit ekki alveg hvenær byrja).
Til gamans og e.t.v. nokkurs fróðleiks þá linka ég hér á eina mynd sem ég tók upp á svölum á Veðurstofunni og sýnir sólskinsstundamæli, (næstu setningar eiga að lesast upphátt í stíl Sigurðar H. Richters) en hann virkar þannig að sólin skín í gegnum glerkúlu. (smá þögn hér) Þegar ljósið frá sólunni kemur í gegnum kúluna, safnast það saman í brennipunkt sem að brennir rák á þar til gerðan mælipappír sem staðsettur er aftan við kúluna. Með þessu móti má sjá nákvæmann tíma á sólskinsstundum með mjög einföldum hætti.
|