Úps
Gleymdi að blögga og ekki nóg með það heldur gleymdu allir að blögga í gær og það er nú ekki oft sem að það gerist svona á virkum degi.
Í dag er ég búinn að gera eftirfarandi (hér á eftir kemur þurr og leiðinleg upptalning):
1. vakna
2. hlusta á tvíhöfða hringa í einhvern nígeríugaur
3. gefa kettinum
4. fara í vinnuna
5. vinna, drekka kaffi, spila, vinna, borða, vinna, drekka kaffi, vinna (í þessari röð)
6. kaupa smjör og brjóstskykur í 10-11 á Hverfisgötunni
7. borða kjúlla og drekka bjór heima hjá Jóa og Sonju
8. skrifa þennan lista (er enn heima hjá Jóa og Sonju og er líka að horfa smá á Alias)
Á eftir ætla ég að hengja upp á snúrurnar og setja í þvottavél og taka til íþróttadótið fyrir morgundaginn. Jú ég ætla að gefa kettinum líka.
Svo fer ég bara að sofa svona þegar ég er orðinn passlega syfjaður.
|