Var að klára að lesa bók sem heitir
A Fury for God: An Islamist Attack on America og las ég meirihluta hennar í Króatíu og leiðinni heim þaðan. Þessi bók reynir á hlutlausann hátt
að útskýra ástæðu þess hvers vegna bandaríkin og flest lönd fyrir botni miðjarðarhafs eiga í svona slæmu sambandi og einnig ástæðuna á bakvið það að 9/11 átti sér stað. Það er breskur prófessor (
Malise Ruthven) sem skrifar þessa bók og hún hefur sérstaklega fengið góða dóma vegna þess að hann reynir að líta á báðar hliðar málsins og er ég ekki frá því að honum hafi tekist það.
Bókin er frekar þung aflestrar, þ.e. að það eru nokkur hundruð nöfn á mönnum í henni og flestir þeirra heita einhverjum skrítnum arabískum nöfnum sem ég á erfitt með að muna og missti ég því einstaka sinnum þráðinn á meðan af lestrinum stóð. Einnig er bókin kannski frekar þurr aflestrar (engar myndir :-) ) en það er kannski bara sá stíll sem verður að hafa þegar svona mál eru tekin fyrir. Ég hafði gaman af bókinni og held að ég hafi fengið aðeins betri innsýn í þessi mál en ég hafði en ég ætla að reyna að fræðast meira um þessa hluti því þetta er miðpunktur heimsmálanna í dag og spurning hvort þetta muni hafa mun meiri áhrif á heiminn en það gerir í dag.
Næsta bók sem ég ætla að lesa er saga Led Zeppelin og þar á eftir bók um fræga flótta úr seinni heimstyrjöldinni (5 sögur ef ég man rétt) sem er skrifuð af þeim sama og skrifaði
The Great Escape.