föstudagur, október 01, 2004
|
Skrifa ummæli
A Fury for God
Var að klára að lesa bók sem heitir A Fury for God: An Islamist Attack on America og las ég meirihluta hennar í Króatíu og leiðinni heim þaðan. Þessi bók reynir á hlutlausann hátt að útskýra ástæðu þess hvers vegna bandaríkin og flest lönd fyrir botni miðjarðarhafs eiga í svona slæmu sambandi og einnig ástæðuna á bakvið það að 9/11 átti sér stað. Það er breskur prófessor (Malise Ruthven) sem skrifar þessa bók og hún hefur sérstaklega fengið góða dóma vegna þess að hann reynir að líta á báðar hliðar málsins og er ég ekki frá því að honum hafi tekist það.
Bókin er frekar þung aflestrar, þ.e. að það eru nokkur hundruð nöfn á mönnum í henni og flestir þeirra heita einhverjum skrítnum arabískum nöfnum sem ég á erfitt með að muna og missti ég því einstaka sinnum þráðinn á meðan af lestrinum stóð. Einnig er bókin kannski frekar þurr aflestrar (engar myndir :-) ) en það er kannski bara sá stíll sem verður að hafa þegar svona mál eru tekin fyrir. Ég hafði gaman af bókinni og held að ég hafi fengið aðeins betri innsýn í þessi mál en ég hafði en ég ætla að reyna að fræðast meira um þessa hluti því þetta er miðpunktur heimsmálanna í dag og spurning hvort þetta muni hafa mun meiri áhrif á heiminn en það gerir í dag.
Næsta bók sem ég ætla að lesa er saga Led Zeppelin og þar á eftir bók um fræga flótta úr seinni heimstyrjöldinni (5 sögur ef ég man rétt) sem er skrifuð af þeim sama og skrifaði The Great Escape.

    
Hvað er bókin margar blaðsíður?
Hlynur
15:51   Anonymous Nafnlaus 

Bókin er um 350 blaðsíður ef ég man rétt.
15:52   Blogger Joi 

Miðað við hvernig allt stefnir þá hlýtur þetta að vera þörf lesning, nú þegar við þurfum að setja lífsýni í vegabréfin okkar til að komast til USA þá er þetta orðið ansi þungt kerfi og Big Brother farinn að kicka verulega inn.
Annars ætla ég bara að bíða eftir bíómyndinni
16:30   Blogger Árni Hr. 

Þetta hefur eflaust verið ágætis lesning og til að Árni þurfi ekki að horfa á myndina einn, þá ætla ég að bíða með honum.
19:22   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar