Jæja þá er kominn tími á að skella mínum lista inn, ég var nú svolítið hissa að sjá hversu íhaldssamir menn voru, þetta voru allt eldgamlar plötur, lítið um ferskmeti þarna. En hér er minn listi amk og ekki í neinni röð:
1.
Mínus - Halldór Laxness, get ekki verið annað en sammála Kerrang um að þetta er alger snilld, gott að sjá að við eigum alvöru rokkara.
2.
Singapore Sling - Curse of Singa..., snilldarplata sem gerir mig stoltan af því að vera Íslending.
3.
Kolrassa Krókríðandi - Drápa, fyrsta verk þeirra sem er mun hrárra en allar næstu plötur þeirra og mun betri. Frábær plata að mínu mati.
4.
Búdrýgjindi - Kúbakóla, frumverk þessara teenage snillinga. Frábær lög eins og spilafíkill á þessari plötu.
5.
Ham - svo sem engin sérstök en þeir eiga amk eina plötu sem myndi ná í topp tíu hjá mér.
6.
Olympía - Solo verk Sigurjóns Kjartanssonar, mikil snilld hér, skemmtileg plata.
7.
Bang Gang - veit ekki hvor platan er eiginlega betri, frábærar plötur, sennilega að nýja platan sé betri, finnst hún hreint út sagt frábær skemmtun, allt sem Barði snertir í tónlist virðist gott.
8.
Ske - ekki gleyma þeim, sökkti mér ofan í þeirra tónlist á sínum tíma og er þetta ein besta plata sem hefur komið frá Íslandi.
9.
Ghostigital - kannski ég svona rosalega influensaður af Airwaves þar sem þeirra tónleikar voru frábærir, platan er aðeins súrari, en á high volume er hún að sjálfsögðu snilld.
10.
Sigurrós - Von, að mínu mati besta platan þó þeir séu nú miklir snillingar og flestar þeirra plötur eru nú góðar.
Svo hef ég ekki nefnt plötur eins og Curverinn, Botnleðja, Egó, Með allt á hreinu, Múm, Guitar Islancio, Heiða og Heiðingjarnir, Dys, Stjörnukisi og að sjálfsögðu Sykurmolarnir. Ekki komast allar plöturnar á listann, setti inn svona þar sem ég held að séu í toppnum hjá mér í dag, svo færast plötur upp og niður listann og inn og út, sérstaklega í ljósi þess að íslensk tónlist í dag er sú besta í langan tíma og því varð ég svolítið hissa að sjá hversu rólegir drengirnir voru í nútímatónlistinni.