föstudagur, október 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Heimkoman og bíllinn
Þá er maður loksins kominn aftur í vinnuna og lífið farið að ganga sinn vanagang.

Þegar ég kom heim rétt rúmlega 10 á miðvikudagskvöldið tók á móti mér kisa í ganginum. Ég hleypti henni bara inn til mín og það vildi svo vel til að ég átti kattamat í ískápnum sem ég gaf henni. Því næst fór ég út í sjoppu til að kaupa mér smá mjólk og brauð. Á leiðinni leit ég aðeins á bílinn og sá þá að það var búið að setja plast fyrir gluggann bílstjóramegin. Æ Æ, það gat nú ekki boðað gott. Og eins og við mátti búast þá var búið að brjótast inn í bílinn, glugginn dreifður um allan bíl og útvarpið horfið.
Þegar ég leit upp frá bílnum á næsta bíl, sá ég að hann var líka með plast fyrir sínum glugga. En það var svosem ekkert hægt að gera í þessu núna, svo ég fór bara út í sjoppu, keypti mér mjólk og brauð og rækjusalat. Leigði mér "Leitina að Nemo" og kom mér svo þægilega fyrir heima, drakk mjólk og át súkkulaði.

Í gær byrjaði ég svo á því að sópa glerbrotunum úr sætinu, keyrði á næstu bensínstöð og ryksugaði bílinn. Keypti mér nýja rúðu og setti hana í. Þegar ég var að klára verkið, hitti ég nágranna minn og hún sagði mér að það hafi verið brotist inn í 8 bíla í götunni og gaurinn hafi náðst og var þetta bara einhver aumingi sem átti engann pening. Hún sagði mér einnig að í einum bílnum hafi allar rúðurnar verið brotnar og miðað við það þá slapp ég frekar vel.

Ég hringdi í tryggingarnar og þar fékk ég þær upplýsingar að hliðarrúður eru ekki tryggðar í innbrotum og heldur ekki bílútvörp (jafnvel þó að bíllinn hafi verið í kaskó). Sniðugar þessar tryggingar, tryggja allt, nema það helsta sem getur gerst. En ef ég hefði verið með einhverja innanhúsmuni í bílnum þá hefðu þeir verið tryggðir (fjölskyldutryggingin).

Áðan hringdi ég svo í lögguna og ræddi við manninn sem sá um "Freyjugötu málið", eins og það var kallað hjá þeim. Hann sagði mér að þetta hafi verið maður á hjóli og á enga peninga, gistir oft í gistihúsinu á Skólavörðustígnum, þetta þarna þar sem að fólk gistir í þegar það á hvergi heima. Ég spurðist fyrir um útvarpið mitt, en það kom ekki í leitirnar, en mitt var með kasettutæki í, og það var ekkert svoleiðist útvarp sem gaurinn var með, en samt sást hann ekki henda neinu frá sér, svo það getur vel verið að einhver annar hafi tekið það á þeim tíma sem bíllinn er búinn að standa þarna (eða sami gaur að klára verkið).

    
Þú ættir a.m.k. að tala við neytendasamtökin um þetta tryggingamál - óþolandi hvað þau koma sér alltaf undan öllu!
13:02   Blogger Joi 

Já, ég sendi þeim póst á eftir og sjáum hvað þau hafa að segja um málið. Maður er nú ekki í samtökunum bara upp á punt.
13:06   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar