laugardagur, október 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Fyrsta ferðin
Við komum til Króatíu upp úr 20.00 á miðvikudeginum og var okkur sagt frá því að daginn eftir gætum við keypt ferðir og og farið í fyrstu ferðina okkar en hún átti að vera stutt ferð um Istríuskagann sem við bjuggum á, nánar tiltekið í tvo nágrannabæi okkar, Poréc og Rovinj.

Ferðin hófst í sólarlausu veðri og leist okkur ekki vel á blikuna varðandi veðrið, líktist íslensku sumarveðri (átti þó eftir að rætast úr því). Farið var af stað um 14.00 og var keyrt í rútu til Rovinj sem er einkar fallegur bær, þéttbyggður á skaga á skaganum. Við fórum með hóp af íslendingum og fararstjóra frá heimsferðum, þegar komið var labbaði fararstjórinn með okkur inn í bæinn og sagði okkur stutta sögu af honum og benti okkur á að í lok dags myndum við hittast á sérstökum stað klukkan 17.10 og halda þá til Poréc. Nú við löbbuðum um aldagömul stræti og skoðuðum kirkju (þetta var á heilugum degi nefnilega og mikið að gerast í bænum). Bærinn var einkar fallegur og skemmtilegur að sjá og mjög sérstakur, en Jóhann á eflaust eftir að sýna ykkur myndir frá þessari ferð á smugginu. Nú við gengum þarna um, settumst niður á torgi, hlustuðum á tónlistina á torginu, drukkum einn kaldann og ræddum heima og geyma. Síðan var klukkan að styttast í 17 og fórum við því að koma okkur af stað, löbbuðum um tóm stræti þar sem við ákváðum að skoða svona "alvöru" Króatíu svæði í borginni.

Nú allt var þetta gott, við mættum á punktinn klukkan 17.10 og viti menn enginn þar, við leituðum og leituðum að fólki, fórum á annann stað og leituðum en enginn fannst. Klukkan 17.30 hringdum við í neyðarnúmer fararstjóra og komumst við að því að við áttum að hittast 10 mín fyrir en ekki 10 mín yfir fimm. Þetta reyndist dýrkeypt þar sem við vorum skilin eftir, strandaglópar í Rovinj. Ég tek það sérstaklega fram að þar var sagt 10 mín yfir en ekki fyrir og eina ástæðan fyrir að allir aðrir náðu að komast með er að restin af fólkinu var gamalt fólk og það er alltaf 30 mín fyrir hvort sem er.... og hana nú. Ekki var nú Jóhann sammála mér og Hjölla um að þetta væri nú ansi dapurt að við hefðum verið skilin eftir, ef við hefðum verið yfir 60 ára þá hefðum við ekki verið skilin eftir - og ég skal útskýra af hverju.

Nú voru góð ráð dýr, við snöruðum okkur inn í næstu tourist info og fengum að vita að taxar og rútur voru hinum megin í bænum og að það gengu ekki margar rútur til Poréc, við löbbuðum okkur yfir þvera Rovinj (þar sem undirritaður vann flösku af hvítvíni í boltaleik - skjóta niður dósir - flöskunni var svo hent reyndar seinna). Við fundum strætóstöðina og ákváðum að taka strætó uppúr 20.00, þetta þýddi að við áttum nógan tíma til að drepa og fórum við því að borða í einni hliðargötunni og þá byrjaði okkar ástaræfintýri með Króatískan mat. Lentum á litlum stað þar sem við fengum frábæran mat og skemmtilega stemningu og sulluðum við í okkur nokkra bjóra og vorum því bara orðin ansi glöð á þessum tíma að hafa misst af ferðinni til Porec. Nú eftir mat fórum við á strætóstöðina og töluðum við unga dömu í afgreiðslunni og sagði hún að hún væri nú reyndar á leiðinni til Porec þ.a. þetta væri nú allt að koma, viti menn, strætóinn komi og fór án þess að við tókum eftir því (reyndar sáum við í skottið á honum), við vorum nefnilega að einblína á rangan strætó og misstum því af honum.

Sem sagt þessi 2 tíma vera okkar í Rovinj var kominn upp í 6-7 klst. Við vissum að síðasti strætóinn átti að fara um 21.40 þ.a. við hentum okkur á næsta bar, drukkum nokkra bjóra og vorum nú bara nokkuð jákvæð öll. Loksin kom tíminn og strætóinn og við hentum okkur upp í hann og tók ferðin til Poréc rúman klukkutíma og var ég orðinn ansi órólegur þar sem bjórinn vildi fara að komast út, ég reyndi meira að segja að komast á klósett í rútunni en uppgötvaði fljótt að ekki mætti nota það, enda hefði það nú endað í vitleysu miðað við keyrsluna.

Nú við komum til Poréc upp úr 23 og ákvað parið að skella sér heim en ég og Hjölli að taka 1-2 pool leiki áður en heim væri haldið. Viti menn, 15 mín seinna hringir Jói og segir að FH sé á Eurosport að spila við Aachen og drifum við Hjölli okkur því heim að horfa á þann leik (sem við hefðum kannski betur sleppt). Við héldum áfram að sötra bjór, horfa á fótbolta og vildi Hjölli svo ólmur skella sér á Diskóið á svæðinu sem við gerðum (þ.e. ég og Hjölli).
Fyrsta sem Hjölli gerði var að panta drykki og drukkum við ótæpilega á barnum, ágætis staður svo sem, Hjölli eignaðist Austuríska vini (sem hann hitti reyndar aldrei aftur) og ég drakk fullt af kokkteilum sem ég hefði betur sleppt.

Já þetta var okkar fyrsti dagur í Króatíu, algert æfintýri sem endaði á diskóinu Club Plava. Við vorum mjög ánægðir með þetta, enda gerist nú alltaf eitthvað svona í hverri ferð hjá okkur. Dagurinn eftir var miklu verri, J og S í Zagreb og ég og Hjölli í draugagangi í Poréc, en meira um það seinna.

Tek þó sérstaklega fram að ég og H vorum mjög ósáttir við Soffu farastjóra að skilja okkur eftir, en úr miklu bulli varð hin besta skemmtun.
    
Góður pistill og ég ætla að reyna að setja inn ferðasöguna frá Zagreb á næstu dögum.
12:24   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar