Zagreb
Þetta er ansi gott (úr visir.is):
Leikmenn króatíska liðsins Dinamo Zagreb stóðu sneyptir eftir þegar hópur aðdáenda liðsins réðst inn á æfingasvæði þeirra og fóru að draga leikmenn úr búningum liðsins með þeim orðum að þeim yrði ekki skilað aftur fyrr en leikmenn hefðu sýnt að þeir væru þess verðugir að spila í þeim. Gerðu hvorki leikmenn né þjálfarar tilraun til að hindra þjófnaðinn enda vissu þeir upp á sig sökina þar sem þetta fornfræga lið er við botn deildarinnar í Króatíu.
|
Nema leikmennirnir hafi hreinlega verið svona óhemjukynþokkafullir ....
12:12 Burkni
|
|